Fréttir

Jólatónleikar

Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju í samvinnu við Kór eldri borgara ,,Í fínu formi" verða haldnir í Glerárkirkju á þriðja sunnudegi í aðventu, 16. desember kl. 16:00. Stjórnendur eru Valmar Väljaots og Petra Björk Pálsdóttir. Marína Þórólfsdóttir leikur á þverflautu. Það er frítt inn og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Myndir frá vígsluhátíð 9. desember

Guðdómleg gleði ríkti í hátíðarmessu í Glerárkirkju sunnudaginn 9. desember 2012, en annar sunnudagur í aðventu er kirkjudagur Glerárkirkju því þann dag fyrir 20 árum var kirkjan vígð. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikaði, Kór Glerárkirkju ásamt einsöngvurum flutti Krýningarmessuna eftir Mozart og vígðir þjónar Glerárkirkju þjónuðu. Hér á vef kirkjunnar má nú nálgast nokkrar myndir sem Bjarni Eiríksson tók.

Jólasamvera eldri borgara

Jólasöngvarnir verða í fyrirrúmi á jólasamveru eldri borgara í Glerárkirkju fimmtudaginn 13. desember kl. 15:00 en þar munu þau Snorri Guðvarðsson og Ragnheiður Júlíusdóttir leiða almennan söng. Sérstakur gestur samverunnar er Bragi Guðmundsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Rúta ekur frá Lindasíðu kl. 14:45 með viðkomu í Lögmannshlíð. Það eru allir velkomnir á þessa jólasamveru og að sjálfsögðu verður kaffihlaðborð að hætti Rósu.

Hátíðardagskrá í tali og tónum - myndir

Hér á vef Glerárkirkju eru nú birtar nokkrar myndir frá hátíðardagskrá i tali og tónum sem fram fór í Glerárkirkju laugardaginn 8. desember 2012. Myndirnar tók Bjarni Eiríksson.

Samtakamáttur á aðventu

Nýtt framtak er orðið til á gömlum grunni. Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn og Rauði krossinn sameinast nú um stuðning við þau sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda fyrir jólin. Vonir standa til að fólk á svæðinu taki höndum saman til styrktar þessu verkefni, því sameinuð getum við lyft grettistaki.

Kvíðir þú jólunum?

Þó að jólin séu hátíð ljóss og friðar, og flestir hlakki til alls þess sem jólahaldið býður upp á, þá eru þau líka til sem upplifa tímann fyrir jól sem erfiðan og hlaðinn kvíða.

Hátíðarmessa á vígsluafmæli Glerárkirkju

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir flytur hátíðarprédikun í messu á vígsluafmæli Glerárkirkju sunnudaginn 9. desember kl. 14:00. Kór Glerárkirkju undir stjórn Valmars Väljaots flytur Krýningarmessu eftir Wolfgang Amadeus Mozart ásamt einsöngvurum. Vígðir þjónar kirkjunnar þjóna í messunni. Að messu lokinni er boðið til vígsluafmæliskaffis.

Afmælissunnudagaskóli

Sunnudaginn 9. desember höldum við í Glerárkirkju upp á 20 ára afmæli kirkjunnar. Að sjálfsögðu verður sérstakur afmælissunnudagaskóli. Við fáum alla kirkjuna fyrir okkur því að messan verður seinna um daginn. Þess vegna biðjum við alla sunnudagaskólakrakkana að koma og taka vini sína, foreldra, afa og ömmur með sér. Sýnt verður leikritið ,,Pési vill gerast jólasveinn" en þar bregður Pétur Björgvin djákni sér í búning stráks sem langar svoooooooooooooooooooo mikið að verða jólasveinn.

Kvöldskemmtun fyrir fermingarbörnin

Í tilefni af afmæli kirkjunnar ætlum við að gera okkur glaðan dag á margan hátt í Glerárkirkju. Meðal annars er fermingarbörnum og eldri unglingum boðið í safnaðarsal Glerárkirkju sunnudagskvöldið 9. desember kl. 20:00. Þar er ætlunin að setjast fyrir framan bíóskjá, horfa á góða mynd saman og njóta passlegra veitinga. Það eru allir 13 ára og eldri velkomnir, aðgangur er ókeypis.

Upptaka af hátíðarerindi dr. Hjalta Hugasonar

Samfylgd kristni og þjóðar í þúsund ár var yfirskrift hátíðarerindis sem dr. Hjalti Hugason flutti laugardaginn 8. desember kl. 16:00 í Glerárkirkju í tilefni af 20 ára vígsluafmæli Glerárkirkju. Afmælisdagskráin hófst á föstudegi og stendur fram á sunnudagskvöld. Þessi hluti dagskrárinnar hófst með tónlistar- og helgistund í kirkjunni áður en gengið var í safnaðarsalinn þar sem gestum gafst kostur á að hlýða á 30 mínútna langt erindi Hjalta, njóta kaffiveitinga og ræða í lokin efni fyrirlestursins. Þeim sem ekki höfðu tök á því að mæta á staðinn gefst hins vegar kostur á að horfa á upptöku af erindinu hér á vef Glerárkirkju.