Fréttir

Samvera eldri borgara fimmtudaginn 24. nóv. kl. 15

Á samveru fyrir eldri borgara á fimmtudaginn 24. nóvember kl. 15:00 koma góðir gestir. Kór elrid borgara á Akureyri Í fínu formi mun syngja nokkur lög úr ýmsum áttu. Petra Björk Pálsdóttir er stjórnandi kórsins og Valmar Väljaots leikur með á píanó. Sr. Guðmundur Guðmundsson mun vera með hugvekju í upphafi. Eftir söngdágskrána og fjöldasöng verður boðið upp á kaffi á vægu verði. Allir eru hjartanlega velkomnir. Sætaferðir verða frá Lögmannshlíð og Lindarsíðu.

Jólaaðstoðin 2016 hefst 28. nóvember

Eins og undanfarið ár verður samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Þannig er sótt um að hringt er í síma 570 4090 milli kl. 10:00 og 12:00 alla virka daga frá 28. nóvember til 9. desember. Bókað er viðtal þar sem fyllt er út umsókn og koma þarf með staðgreiðsluyfirlit frá skattinum. Um er að ræða kort sem nota má í verslunum til matarkaupa fyrir þá sem eiga lítið handa á milli.

Kvöldmessa kl. 20:00 þann 27. nóvember - Fyrsti í aðventu

Fjölskylduguðsþjónusta 27. nóvember - Fyrsti í aðventu

Sunnudagur 20. Nóvember ? Síðasti Sunnudagur Kirkjuársins

Karl Jónas Gíslason kristniboði í heimsókn

Sunnudaginn 13. nóvember er kristniboðsdagurinn. Þá mun Karl Jónas Gíslason heimsækja Akureyri og taka þátt í helgihaldi, samkomum og fundum. Hann var í Eþíópíu í sumar og mun segja frá heimsókn sinni í máli og myndum. Hann verður í Akureyrarkirkju kl. 11 og á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð kl. 14 og Dvalarheimilinu Hlíð á mánudaginn kl. 14. Þá verður samkoma í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á Akureyri kl. 17 þar sem hann mun prédika og segja frá kristniboðinu í Eþíópíu í máli og myndum. Þá verður boðið upp á þjóðarrétt Eþíópíu og rennur ágóði og samskot til kristniboðsins.

Sunnudagur 13. nóvember - Kristniboðsdagurinn

Fermingarbarnasöfnun

Á mánudag 7. nóv. og þriðjudag 8. nóv. milli kl. 17-20 ganga fermingarbörn í Glerárkirkju í hús og safna fyrir vatnsverkefni í Afríku á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Viljum við hvetja fólk að taka vel á móti þeim. Mæting er í kjallara kirkjunnar fyrir fermingarbörnin á þessum sama tíma.

Sunnudagurinn 6. Nóvember ? Allra heilagra messa