Foreldramorgnar

Foreldramorgnar eru í safnaðarsal Glerárkirkju alla fimmtudagsmorgna frá byrjun september og fram í maíbyrjun á hverju ári. Þangað eru allir velkomnir sem eru með ung börn á sínum vegum. Þó við í daglegu tali tölum stundum í kirkjunni um mömmumorgna (því langflestir þátttakendur eiga það sameiginlegt að vera mæður ungra barna) viljum við leggja áherslu á að öllum feðrum sem hafa komið hefur verið mjög vel tekið og eru þeir hvattir til að láta sjá sig.

Foreldramorgnarnir eru samstarfsverkefni kirkjunnar og foreldranna sjálfra. Eydís Ösp Eyþórsdóttir hefur umsjón með starfinu og af og til er boðið upp á áhugaverðar heimsóknir fagfólks sem kynna eitt og annað sem gæti vakið áhuga foreldra ungra barna. Foreldrum er að sjálfsögðu velkomið að koma með góðar ábendingar um efni sem gæti verið áhugavert í slíku samhengi. Boðið er upp á veglegt morgunverðarhlaðborð á vægu verði í umsjón starfsmanns kirkjunnar. Foreldrar sjá aftur á móti sjálfir um að taka fram leikföng og frágang í sal. 

Upplýsingar um dagskrá foreldramorgna eru á reglulega settar inn á facebookhópinn: https://www.facebook.com/groups/1465591540370051/?fref=ts