Fréttir

Fræðslukvöldin hefjast aftur

Nú hefja göngu sína á ný hin sívinsælu fræðslukvöld Glerárkirkju í samvinnu við Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Kvöldguðsþjónusta með Krossbandinu

Kvöldguðsþjónusta verður kl. 20 sunnudaginn 29. september. sr. Arna Ýrr leiðir stundina og Krossbandið sér um tónlistina. Allir velkomnir.

Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 29. september

Fyrsta fjölskylduguðsþjónusta vetrarins verður á sunnudaginn kemur kl. 11.

Messa og barnastarf sunnudaginn 22. september kl. 11

Á sunnudaginn verður að venju messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 11 með sameiginlegu upphafi í messu. Að messu lokinni er foreldrum fermingarbarna sem ekki komust á fund í kirkjunni síðasta sunnudag, gefið tækifæri á að hitta sr. Gunnlaug í safnaðarsal á stuttum upplýsingafundi.

Eldri borgara samvera fimmtudaginn 19. september kl. 15

Fyrsta eldri borgara samvera vetrarins verður fimmtudaginn 19. september kl. 15. Gestur samverunnar verður Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni, sem nýlega hóf störf í Glerárkirkju.

Við bjóðum fermingarbörn og foreldra velkomin í messu á sunnudaginn

Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðuð til messunnar á sunnudaginn kemur þann 15. september kl. 11. Að messu lokinni verður síðan stuttur upplýsingafundur fyrir foreldrana í safnaðarsal.

Minningarstund vegna fósturláta

Minningarstund vegna fósturláta verður haldin í Höfðakapellu á Akureyri fimmtudaginn 12. september kl. 16.30. Minningarstundin er hugsuð til að koma til móts við þau ótalmörgu sem upplifað hafa sorg vegna fósturláts. Að stundinni lokinni verður gengið í nýjan fósturduftreit í kirkjugarðinum, þar sem hægt er að leggja blóm við minnisvarðann.

Fyrsti foreldramorgunn vetrarins verður 12. september

Nú hefjum við aftur vetrarstarfið og þá fyllist húsið af foreldrum og ungum börnum þeirra á fimmtudagsmorgnum kl. 10.

Fermingarbörn úr Giljaskóla

Fermingarbörn úr Giljaskóla dvöldu á Hólavatni í eina nótt um helgina. Veðrið var einstaklega gott og því var hægt að vera í leikjum úti. Leikurinn Stratego sló í gegn, setið var við arinn eld og sönvar sungir og frætt um forvitinn mann í Nýja testamentinu.

Kyrrðarstund til minningar um þau sem hafa fallið fyrir eigin hendi

Í tilefni alþjóðlegs dags sjálfsvígsforvarna verður haldin kyrrðarstund í Glerárkirkju þriðjudaginn 10. september kl. 20:00. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir leiðir stundina, aðstandandi segir frá reynslu sinni og Valmar Väljaots og Þórhildur Örvarsdóttir sjá um tónlistarflutning. Í lok athafnarinnar gefst kostur á að kveikja á kertum til minningar um þau sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Eftir stundina verður kynning á starfi Samhygðar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð og LIFA, landsamtaka aðstandenda eftir sjálfsvíg.