13.11.2018			
	
	Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00.  Sameiginlegt upphaf í messu.  Kór Glerárkirkju leiði söng undir stjórn Valamars Väljaots organista.  Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Sunna Kristrún djákni, þjóna.  Allir velkomnir.
 
	
		
		
		
			
					06.11.2018			
	
	Hvað er náttúruleg safnaðaruppbygging?
Umræðukvöld í Glerárkirkju miðvikudaginn 14. nóv. kl. 20 
á vegum Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis
 
Fyrirlesari: Vigfús Ingvar Ingvarsson, fyrrum sóknarprestur á Egilsstöðum.
 
Í fyrirlestrinum gerir hann grein fyrir safnaðaruppbyggingu, sem fór að láta til sína taka hérlendis fyrst árið 2002. Út hefur  komið bókin, Náttúruleg safnaðaruppbygging: Átta grunnþættir kröftugrar kirkju, eftir Christian A. Schwarz, aðalmanninn að baki þessari uppbyggingarstarfsemi. Þetta starf teygir sig vítt og breitt um heiminn. Lykilatriði eru svokallaðar safnaðarkannanir og svo ferli í höndum heimafólks með stuðningi leiðbeinenda.
 
	
		
		
		
			
					06.11.2018			
	
	 Kæru foreldrar og forráðamenn fermingarbarna í Glerárkirkju.                                                    
Á hverju hausti ganga börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar um land allt í hús í sinni heimabyggð með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar í hönd. Þau eru að safna fyrir vatnsverkefnum Hjálparstarfsins í Afríku, nánar tiltekið í Eþíópíu og Úganda. 
Mörg undanfarin ár hafa krakkarnir á Íslandi safnað um átta milljónum króna í hvert skipti. Með þátttöku sinni í söfnunarátakinu leggja þau því svo sannarlega sitt af mörkum til hjálparstarfs. 
Í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar, sem okkar kirkja stendur að höfum við skipulagt söfnun í sókninni okkar. 
Við ætlum að hittast í safnaðarheimili Glerárkirkju mánudaginn 12. Nóvember kl. 16:30, foreldrar og forráðamenn eru einnig velkomnir.
Þetta verkefni var fyrst unnið fyrir 20 árum síðan og hefur gengið mjög vel. Fermingarbörn í yfir 60 sóknum um allt land hafa tekið þátt. Í fyrra gekk sérstaklega vel hjá fermingarbörnum í okkar sókn. Við vonum að þið takið vel undir þetta með okkur, ræðið við börnin og hvetjið þau til að sameinast í þetta átak. 
Allt starf Hjálparstarfsins snýst um að fólk fái tækifæri. Takk fyrir að vera með okkur í því!     
Kveðja Gunnlaugur og Stefanía.    
 
	
		
		
		
			
					06.11.2018			
	
	Fjölskylduguðþjónusta kl. 11:00  Sunna Kristrún djákn, Margrét Árnadóttir og Agnes Gísaldóttir leiða stundina.  Barnakór Glerárkirkju syngur.  Allir hjartanlega velkomnir.
 
	
		
		
		
			
					30.10.2018			
	
	Sunnudagaskóli kl. 11:00. Umsjón með sunnudagaskóla: Sunna Kristrún djákni.  Messa kl. 20:00. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valamars Väljaots.  Sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjónar.  Allir velkomnir.
 
	
		
		
		
			
					24.10.2018			
	
	Fræðslu og umræðukvöld kl. 20:00 í Glerárkirkju  Umræðuefni:  Kirkjusöngur og tilbeiðsla.  Ræðumaður Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri þjóðkirkunnar.  Allir velkomnir.
 
	
		
		
		
			
					24.10.2018			
	
	Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00.  Sameignilegt upphaf í messu.  Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots organista.  Sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjóna.  Allir velkomnir.
 
	
		
		
		
			
					16.10.2018			
	
	Samvera eldri borgara verður fimmtudaginn 18. október kl. 15:00.  Gestur fundarins er Ásthildur Sturludóttir, nýráðin bæjarstjóri á Akureyri.  Mætum vel, og bjórðum hana velkomna til starfa.  Ath.:  Sætaferðir verða frá Lindarsíðu og Lögmannshlíð.
 
	
		
		
		
			
					16.10.2018			
	
	Messa og sunnudagaskóli kl.  11:00.  Sameiginlegt upphaf í messu.  Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots.  Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Sunna Kristrún djákni þjórna.  Allir velkomnir.
 
	
		
		
		
			
					09.10.2018			
	
	Fjölskylduguðþjónusta kl. 11:00  Sunna Kristrún djákni þjónar.  Barna- og æskulýðskórinn syngur undir stjórn Margétar Árnadóttur kórstjóra.  Undirleikari er Agnes Gísladóttir.