02.03.2016
Á fræðslukvöldum í mars verður fjallað um stöðu trúmála á Íslandi í dag. Það verða tvö erindi 2. og 9. mars. Fyrirlesarar eru dr. Gunnar J. Gunnarsson sem hefur rannsakað trúarlíf meðal unglinga á Íslandi en auk þess mun hann fjalla um skoðanakannanir sem gerðar hafa verið um trúarlíf. Þá mun sr. Þórhallur Heimisson fjalla um samræður milli trúarbragða. Hann hefur verið með ágætlega sótt námskeið um trúarbrögðin og gefið út bókina Hin mörgu andlit trúarbragðanna 2005. Fræðslu- og umræðukvöldin eru á miðvikudögum kl. 20-22. Hefjast með erindi, þá er gert kaffihlé áður en umræður um efni kvöldsins hefjast.
25.02.2016
Messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni.
19.02.2016
Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
Kvöldguðþjónusta kl. 20. Sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar og krossbandið leiðir söng.
17.02.2016
Næstu tvö fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju munu snúast um kyrrðarbænina. Sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur, mun kenna iðkun á kyrrðarbæninni 17. og 24. febrúar kl. 20-22. Það verður samfella þessi tvö kvöld svo heppilegast er að sækja bæði kvöldin. Laugardaginn 27. febrúar verður svo kyrrðardagur í bæ í Glerárkirkju kl 10-17. Það þarf að skrá sig á hann hjá gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is eða í síma 897 3302 og kostar 2.000 kr. fyrir mat í hádeginu og kaffi.
11.02.2016
Messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni.
10.02.2016
Á öskudaginn miðvikudaginn 10. febrúar verður sr. Þorgrímur Daníelsson, sóknarprestur á Grenjaðarstað, með erindi um föstu. Hann mun fjalla um það hvað það er að ganga í föstu og skoða það í ljósi líkamlegrar og andlegrar heilsuræktar. Kvöldin eru öllum opinn. Þau byrja kl. 20 með erindi, svo er kaffi og umræður í framhaldi af þeim.
12.02.2016
Konur eru konum bestar er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur á öllum aldri. Það verður haldið í Glerárkirkju 12. og 13. febrúar nk. Markmiðið er að gefa konum vettvang til að kynnast sjálfum sér betur í góðu samfélagi við aðrar konur, deila reynslu sinni hver með annarri og benda á leiðir til uppbyggingar. Áhersla er lögð á virkni þátttakenda. Á námskeiðinu eru notaðar dæmisögur um konur í Nýja testamentinu sem varpa ljósi á daglegan veruleika kvenna. Leiðbeinandi er Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni. Námskeiðið er ókeypis.
07.02.2016
Messa kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni.
02.02.2016
Nú eru fermingardagar ársins 2017 aðgengilegir hér á vefnum.