Fréttir

Fermingarmyndirnar eru tilbúnar

Fermingarmyndirnar sem teknar voru í femingunum nú í vor eru komnar í hús. Vinsamlega sækið þær hjá umsjónarmanni Kirkjunnar. Hann er við í Kirkjunni alla virka daga milli kl: 11:00 og 15.00.

Sr. Jón Ómar kveður söfnuðinn

Sr. Jón Ómar Gunnarsson mun kveðja söfnuðinn í messu sunnudaginn 28. maí kl. 11:00. Hann heldur nú til starfa í Fella-og Hólasöfnuði í Reykjavík eftir þriggja ára þjónustu hér. Allir eru velkomnir að taka þátt í helgihaldinu og þiggja veitingar að messu lokinni. 

Sunnudagurinn 28. mái

Messa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 28. maí kl. 11.00  Sr. Jón Ómar Gunnarsson og sr. Gunnlaugur Garðarsson þjóna. Jón Ómar Gunnarsson, prestur, og Eydís Ösp Eyþórsdóttir, æskulýðsfulltrúi, kveðja söfnuðinn. Kaffi og meðlæti að messu lokinni.  Allir hjartanlega velkomnir.

Ferming laugardaginn 20. maí kl. 13:30

Laugardaginn 20. maí kl. 13:30 verður fermingarmessa í Glerárkirkju. Fermingaræfing verður föstudaginn 19. maí kl. 15.

Sunnudagurinn 14. maí messa kl 11:00

10. maí Vortónleikar Barna- og Æskulýðskórs Glerárkirkju kl. 17:30

Vorhátíð barnastarfsins 7. maí kl. 11.

Vorhátíð barnastarfs Glerárkirkju verður 7. maí frá kl. 11 - 13. Hátíðin hefst með fjölskylduguðsþjónustu, Gunnlaugur Garðarsson og Eydís Ösp Eyþórsdóttir þjóna í guðsþjónustunni. Barna - og æskulýðskór kirkjunnar syngur undir stjórn Margrétar Árnadóttur. Eftir guðsþjónustuna verður fjölbreytt dagskrá í kirkjunni - grillaðar pylsur, hoppukastalar, krökkunum boðið á hestbak o.fl. spennandi.