Fréttir

Messa í Glerárkirkju sunnudaginn 4. maí kl. 11.00

Messað verður í Glerárkirkju sunnudaginn 4. maí kl. 11.00 Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmar Väljaots organista. Aðalsafnaðarfundur að messu lokinni,

Aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar sunnudaginn 4. maí

Aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar verður haldinn í Glerárkirkju að lokinni messu kl. 11. sunnudaginn 4. maí. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.

Fermingar í Glerárkirkju laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. apríl kl.13.30

Fermingar verða í Glerárkirkju laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. apríl og byrja athafnirnar kl. 13.30. Prestarnir sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjóna. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Valjäots organista.

Málþingin um RÉTTLÆTI komin á netið.

RÉTTLÆTI var umfjöllunarefni á fjórum málþingum í Glerárkirkju í mars. Fyrirlestrar og hugvekjur voru teknar upp og eru nú komin á vefinn. Þemun voru Mannréttindi – Réttlæti; Fátækt og misskipting auðs, Jafnrétti og jafnræði og að lokum Einstaklingshyggja – Samfélagsleg ábyrgð.

Sunnudagurinn 20. apríl - Páskadagur

Hátíðarmessa í Glerárkirkju kl: 09.00. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Léttur morgrunverður að messu lokinni. Allir velkomnir.

Laugardagurinn 19 apríl.

Páskavaka í Glerárkirkju kl. 23.00 Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar

Föstudagurinn 18. apríl-Föstudagurinn langi

Messað verður á Föstudaginn langa kl: 11.00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmar Väljaots. Íhuganir undir krossinum kl.14. Dr. Sigurður Kristinsson prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri flytur erindið virðing fyrir manneskjunni. Umræður, tónlist og kaffiveitingar. Allir velkomnir.

Fimmtudagurinn 17. apríl Skírdagur

Messa verður í Glerárkirkju fimmtudaginn 17. apríl kl. 20.00 Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, Stefanía Steinsdóttir, guðfræðinemi, flytur hugvekju. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots.

UD-Glerá með lokahátíð

Æskulýðsfélag kirkjunnar, UD - Glerár hélt síðasta fund sinn í vetur með stæl. Þau höfuð Palla- og Pálínuboð sem þýðir að hver og einn kom með veitingar með sér. Það er góður 20 manna hópur sem hefur mætt á fundi, farið á landsmót KFUM og KFUK, prjónað húfur fyrir krakka í Síberíu og tekið þátt í leiðtogaþjálfun. Hópurinn endaði veturinn með samverustund í kirkjunni og svokallaðri Poppkornsbæn. Í maí verður opið í KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á fimmtudögum ef unglingarnir vilja hittast.

Börn á leikskólanum Tröllaborgum gáfu börnum í Malaví VATN

Börnin á deildinni Bjargi á leikskólanum Tröllaborgum komu í Glerárkirkju og afhentu gjöf til Hjálparstarfs kirkjunnar. Þau höfðu aflað rúmlega 15.000 króna með sölu á listaverkum sem þau bjuggu til sjálf. Þau unnu með þemað SAMKENND og vildu sýna börnum sem ekki hafa aðgang að hreinu vatni samkennd og gefa þeim möguleika á hreinu vatni. Fyrir þessa upphæð er hægt að veita 50 manns hreint vatn. Fyrir hönd Hjálparstarfsins þakkaði Ragnheiður djákni þeim fyrir og afhenti þakkarbréf frá Hjálparstarfinu.