Fréttir

Gefðu notaðar enskar bækur í jólagjöf

Stundum er auðvelt að verða öðrum að liði. Ef þú átt góða bók á ensku sem þú tímir að gefa og pening fyrir póstburðargjaldi getur þú orðið að liði. Andrei býr í Baia Mare í Rúmeníu. Samtökin sem hann er sjálfboðaliði hjá heita "Association for Development through Education, Information and Support, skammstafað D.E.I.S. (heimasíða: www.deis.ro). Þessi samtök eru að koma upp bókasafni í þorpinu með bókum á ensku og á Andrei frumkvæðið því honum þykir miður hve takmarkaður aðgangur þeirra sem í þorpinu búa er að góðu lesefni.

Kristin trú í hnattvæddum heimi - upptaka af fyrirlestri

Nú í haust hefur Glerárkirkja í samstarfi við Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi staðið fyrir fræðslukvöldum undir yfirskriftinni "Hvað er kristin trú?" og var þar sérstaklega byggt á samnefndri bók eftir Halvor Moxnes sem út kom í íslenskri þýðingu sr. Hreins Hákonarsonar hjá Skálholtsútgáfunni 2010. Áttundi og jafnframt síðasti fyrirlestur haustsins bar yfirskriftina "Kristin trú í hnattvæddum heimi" Málshefjandi var Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar og er erindi hans birt hér.

Hugleiðing um forgangsröðun á aðventunni

Hér er lítið myndband sem minnir okkur á það sem skiptir máli!

Aðventukvöld í Glerárkirkju

Á fyrsta sunnudegi í aðventu, 2. desember 2012, er aðventukvöld í Glerárkirkju kl. 20:00. Þar koma fram Kór Glerárkirkju, Barnakór Glerárkirkju og Æskulýðskór Glerárkirkju ásamt stjórnendum sínum. Ræðumaður kvöldsins er dr. Ragnheiður Harpa Arnardóttir, dósent við Háskólann á Akureyri. Fermingarbörn sjá um ljósaathöfn. Umsjón með kvöldinu hafa prestar kirkjunnar, þau sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir.

Jólaguðspjallið til sýnis

Á þessari aðventu gefst kirkjugestum í Glerárkirkju kostur á að virða fyrir sér gistihúseigandann, fjárhirðana á Betlehemsvöllum, vitringa, engilinn og að sjálfsögðu Maríu, Jósef og Jesúbarnið. Brúðurnar í Glerárkirkju eru allar eftir Regínu B. Þorsteinsson, hjúkrunarfræðing. Þetta er í fjórða sinn sem biblíubrúðunum er stillt upp í Glerárkirkju, en sá háttur er hafður á að þeim er stillt upp annað hvert ár.

Jólaaðstoð - hvernig sæki ég um?

Þú hringir í 867 5258 milli 10:00 og 12:00 á mánudegi, þriðjudegi eða miðvikudegi. Hér er um samstarfsverkefni Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins og Rauða krossins að ræða. Það einfaldar málið - nú sækir þú um á einum stað og allir þessir aðilar sameinast um að styðja þig með þátttöku fyrirtækja og bæjarbúa á Akureyri og nágrenni. Hringdu fyrir 11. des!

Málþing um heimilisofbeldi

Í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi stendur Jafnréttisstofa og samstarfsaðilar hennar fyrir málþingi á Amtsbókasafninu í dag, fimmtudaginn 29. nóvember kl. 17:00 um heimilisofbeldi. Átakið beinist að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim hafa nýtt átakið til að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa brotaþolum, til að styrkja forvarnastarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þeirra.

Hinir ýmsu heimsendar ...

Nú er prédikun síðustu sunnudagsmessu komin á vefinn... Hana má lesa hér

Skólaheimsóknir á aðventu

Það hefur verið okkur í Glerárkirkju mikið ánægjuefni hve margir hópar úr skólum norðan ár hafa þegið boð um þátttöku á fræðslustundum á aðventu í Glerárkirkju. Á aðventu 2012 munum við halda okkar striki og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá þar sem kennarar geta valið úr nokkrum fræðsluliðum eins og verið hefur undanfarin ár. Tekið er á móti hópum frá fimmtudeginum 29. nóvember og fram til föstudagsins 14. desember. Skráning fer fram hjá Sverri í Glerárkirkju (sverrir[hjá]glerarkirkja.is / 464 8800). Hann gefur einnig upplýsingar um nánari tímasetningar en bókað er eftir viðhorfinu ,,fyrstur kemur, fyrstur fær.“ – Gjarnan skoðum við óskir um aðrar tímasetningar seinna í desember, ef slíkt hentar betur.

Hnattvæðingin - áskoranir fyrir kristna trú

Áttunda og jafnframt síðasta fræðslukvöldið undir yfirskriftinni ,,Hvað er kristin trú" verður haldið í safnaðarsal Glerárkirkju miðvikudagskvöldið 28. nóvember. Byggt er á samnefndri bók eftir Halvor Moxnes. Þetta kvöld mun Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar flytja inngangserindi að umræðum um kristna trú í hnattvæddum heimi. Dagskráin hefst kl. 20:00. Að loknu inngangserindi Jónasar er tekið kaffihlé áður en að farið er í almennar umræður. Það eru allir hjartanlega velkomnir, þátttaka er ókeypis en beðið er um frjáls framlög í kaffisjóð.