Fréttir

Fylgjum kindagötunni ... fyrst hún er þarna

1. október hefjast í Glerárkirkju umræðukvöld sem haldin eru í samstarfi við Eyjafjarðarprófastsdæmi. Yfirskrift umræðukvöldanna er ,,Fylgjum kindagötunni ... fyrst hún er þarna."

Safnaðarblaðið komið út

Safnaðarblaði Glerárkirkju er dreift í öll hús á Akureyri norðan Glerár í dag. Þau sem einhverra hluta vegna fá ekki blaðið til sín eru beðin um að láta vita í Glerárkirkju í síma 464 8800. Þeim sem búa sunnan Glerár er bent á að nálgast má eintök af blaðinu í Glerárkirkju og fljótlega hér á vefnum.

Þögn er ekki svar

Í pistli sem birtist í gær á trú.is skrifar Pétur Björgvin, djákni í Glerárkirkju meðal annars: ,,Við erum kölluð til ábyrgðar. Ábyrgðin felur í sér að við leitum að leiðum til að gera börn öruggari meðal fólks, gefumst ekki upp."

Skráning í fermingarfræðslu

Foreldrar og fermingarbörn eru minnt á að skila skráningareyðublaðinu fyrir fermingarfræðsluna í þessari viku. Blaðinu var dreift í tímunum í síðustu viku en einnig má nálgast eyðublaðið hér á vefnum:

Vikan í Glerárkirkju

Fjölbreytt dagskrá er í boði í Glerárkirkju í hverri viku. Til að fá nánari upplýsingar um dagskrá hvers dags má smella á viðkomandi dag í dagatalinu hér til vinstri á síðunni, en hér á eftir er einnig almennt yfirlit:

Kór Glerárkirkju

Fimmtudaginn 2. september hófst vetrarstarf Kórs Glerárkirkju. Í kórnum eru nú starfandi fjörutíu félagar og stjórnandi hans er Valmar Väljaots. Kór Glerárkirkju er blandaður kór sem hefur það að aðalmarkmiði að syngja við helgihaldið í Glerárkirkju. Framundan hjá kórnum er þátttaka í Kórahátíð í Hofi, hinu nýja og glæsilega menningarhúsi  okkar Akureyringa og er sú hátíð 23. október næstkomandi.

Glerbrot stefnir á landsmót

Æskulýðsfélagið Glerbrot (9. og 10. bekkur) heldur fundi reglulega á neðri hæð kirkjunnar alla þriðjudaga kl. 20:00. Þau hafa nú tekið ákvörðun um að stefna á landsmót æskulýðsfélaga sem að þessu sinni verður haldið á Akureyri. Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar er haldið árlega og er einn stærsti viðburður í unglingastarfi kirkjunnar. Yfirskrift mótsins í ár er ,,Frelsum þrælabörn á Indlandi" - ,,Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þið gert mér" (Matt 25:40). Með þessari yfirskrift vill ÆSKÞ sem stendur á bak við mótið minna á að við erum öll börn Guðs og verkamenn hans hér á jörðu og að okkur ber að gæta systkina okkar, hvar sem þau eru í heiminum. Þau sem ætla með, þurfa að vera virk í Glerbroti og skrá sig fyrir 1. október. Skráningargjald (óafturkræft) er kr. 5.000. Upplýsingar um mótsgjald má fá á fundum Glerbrots, en það eru Stefanía Ósk og Samúel Örn sem halda utan um Glerbrot í vetur.  

Sunnudagaskólinn hefst 19. september

Sunnudagaskólinn í Glerárkirkju hefst 19. september. Lögð verður áhersla á hreyfisöngva, sagðar sögur og brúðuleikhúsið erá sínum stað. Það eru þau Dagný, Kolbrá, Lena, Linda, Ragnheiður, Stefanía og Andri sem skipta með sér umsjóninni í vetur.

12 spora fundir

12 spora fundir í Glerárkirkju verða á miðvikudögum kl. 20:00 í vetur. Fyrsti fundur verður miðvikudagskvöldið 15. september. Fyrstu þrjú miðvikudagskvöldin eru svokölluð opin kvöld þar sem öllum gefst kostur á að kynna sér starfið. Frá og með fjórða kvöldi geta engir nýir bæst í hópinn. Nánar má fræðast um Tólf spora starfið á vefsíðunni Vinir í bata  eða með því að hringja í umsjónarfólk starfsins í Glerárkirkju, þær Heiðrúnu (862-4703), Önnu (699-7627) eða Ingu (461-1142) á milli kl. 18:00 og 20:00. Tólf spora er mannrækt sem er öllum opin og hentar þeim sem í einlægni vilja dýpka sínar tilfinningar og öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu.

Foreldramorgnar alla fimmyudaga kl. 10:00

Foreldramorgnar eru alla fimmtudagsmorgna í safnaðarsal Glerárkirkju frá 10:00 til 12:00. Boðið er upp á léttan morgunverð á vægu verði. Foreldramorgunn er tilvalinn staður fyrir foreldra sem eru heima fyrir hádegi með ung börn. Þar gefst tækifæri til að kynnast öðrum foreldrum og hjálpa barninu að taka sín fyrstu skref í leik við jafnaldra sína. Öðru hvoru er boðið upp á fræðslu. Í mars 2011 höldum við upp á 20 ára afmæli foreldramorgna í Glerárkirkju sem hafa gengt nokkrum nöfnum í gegnum tíðina. Oftast er talað um mömmumorgna (enda flest sem mæta mömmur) en til að gæta jafnræðis þá veljum við nú að tala um foreldramorgna (því okkur langar að sjá pabbana). Til gaman má geta að á tímabili hétu þeir kynslóðamorgnar því að nokkrar ömmur voru duglegar að mæta með barnabörnin (þær eru velkomnar sem fyrr, afar líka)!