Kvöldskemmtun fyrir fermingarbörnin

Í tilefni af afmæli kirkjunnar ætlum við að gera okkur glaðan dag á margan hátt í Glerárkirkju. Meðal annars er fermingarbörnum og eldri unglingum boðið í safnaðarsal Glerárkirkju sunnudagskvöldið 9. desember kl. 20:00. Þar er ætlunin að setjast fyrir framan bíóskjá, horfa á góða mynd saman og njóta passlegra veitinga. Það eru allir 13 ára og eldri velkomnir, aðgangur er ókeypis.

Nánari upplýsingar gefur Pétur Björgvin djákni í síma 864 8451.