Jólasamvera eldri borgara

Jólasöngvarnir verða í fyrirrúmi á jólasamveru eldri borgara í Glerárkirkju fimmtudaginn 13. desember kl. 15:00 en þar munu þau Snorri Guðvarðsson og Ragnheiður Júlíusdóttir leiða almennan söng. Sérstakur gestur samverunnar er Bragi Guðmundsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Rúta ekur frá Lindasíðu kl. 14:45 með viðkomu í Lögmannshíð. Það eru allir velkomnir á þessa jólasamveru og að sjálfsögðu verður kaffihlaðborð að hætti Rósu.