12 sporin


TÓLF SPORIN
Andlegt ferðalag

Boðið er upp á Tólf sporin - andlegt ferðalag í Glerárkirkju hvern vetur á þriðjudögum kl. 20:00 eða í um 30 skipti. Um er að ræða námskeið eða vinnuferli þátttakenda þar sem rætt er um lífið og tilveruna.

Fyrstu 3 fundirnir eru opnir öllum og hægt er að kynna sér efnið á þeim, eftir það lokast hóparnir og ekki fleirum bætt við. Nýtt ferðalag hefst í september hvert haust, og er auglýst nánar hér á vefsíðu Glerárkirkju og í Dagskránni.

Tólf spora vinna hentar öllum þeim sem í einlægni vilja dýpka sínar tilfinningar og öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu. Unnið er eftir vinnubókinni Tólf sporin-Andlegt ferðalag og hefur hún verið seld í kirkjunni en einnig hægt að nálgast hana í Litla húsinu hér á Akureyri.

Hvert spor er unnið á tveimur mánudagskvöldum og snýst þetta um að vinna fyrst heimavinnu í bókinni með því að svara skriflega spurningum og er svo spjallað um sporið í litlum hópum og hefur slík vinna í litlum hópum reynst mjög vel. 

Nánari upplýsingar um Tólf sporin má fá á heimasíðunni http://www.viniribata.is/