Vegferð trúarinnar - fræðsla vor 2012

Á vorönn 2012 stóð Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi í samstarfi við Glerárkirkju fyrir samræðukvöldum eins og undanfarin misseri. Tilgangurinn með þeim er að skapa vettvang til samtals um kirkju og kristni og er öllum sem áhuga hafa velkomið að taka þátt í samtalinu. Hér fyrir neðan má nálgast upptökur frá erindum kvöldanna.

Kvöld 1


Vegferð trúarinnar er yfirskrift fræðslukvölda sem fram fóru í Glerárkirkju vorið 2012. Miðvikudagskvöldið 8. febrúar flutti sr. Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju upphafserindi.


Kvöld 2: Guðleg vídd tilverunnar
Vegferð trúarinnar er yfirskrift fræðslukvölda sem fram fóru í Glerárkirkju vorið 2012. Miðvikudagskvöldið 15. febrúar flutti sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur erindi.Kvöld 3: Þverstæður lífsins
Sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur, var með erindi um þverstæður lífsins á samræðukvöldi í Glerárkirkju miðvikudaginn 22. febrúar. Í framhaldinu ræddi hún við Ingibjörgu Svöfu Siglaugsdóttur. Voru liflegar umræður í framhaldinu af þeirra samtali. Í erindi sínu fjallaði sr. Guðrún um Centering Prayer í tengslum við trúarlegan þroska. Hér má hlusta á erindið.Kvöld 4. Hógværð og handleiðsla.
Erindi: Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju.


Kvöld 5: Guðrækni, að biðja og iðja.
Erindi: Sr. Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju.

Kvöld 6. Æðruleysi í friðar og sáttarstarfi.
Erindi: Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Glerárkirkju.

Kvöld 7. Gleði í mótlæti.
Erindi: Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur.

Kvöld 8. Vegurinn framundan, nútíminn og framtíðin.
Erindi: Sr. Bolli Pétur Bollason, sóknarprestur í Laufási og Sunna Dóra Möller (sjá einnig frétt á kirkjan.is/naust).
Nánar má fræðast um fræðslukvöldin vorið 2012 hér.

Vinsamlegast smellið á krækjur hér til vinstri fyrir upptökur frá eldri fræðslukvöldum.