Fréttir

Sunnudagur 5. júlí

Messa í Lögmannshlið kl. 20.00. Prestur Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Helgistund, fyrirbænir og sakramenti. Organisti: Valmar Väljaots. Allir velkomnir.

Sunnudagurinn 28. júní

Messa kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Allir velkomnir.

Gönguguðsþjónusta 21. júní kl. 20

Sunnudaginn 21. júní verður gönguguðsþjónusta í Glerárkirkju kl. 20. Gengið verður um hverfið og staldrað við á nokkrum stöðum í hverfinu.

Messa sunnudaginn 14. júní kl. 20

Sunnudaginn 14. júní verður messa kl. 20. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar ásamt Anítu Jónsdóttur, meðhjálpara. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots. Frá og með 14. júní verða sunnudagsmessur í Glerárkirkju kl. 20 í staðin fyrir kl. 11. Að jafnaði verður helgihald alla sunnudaga í sumar.

Sjómannadagsmessa

Sunnudaginn 7. júní kl. 11 verður sjómannadagsmesa í Glerárkirkju. Víðir Benediktsson, skipstjóri á Húna II, les ritningarlestra og Ríkharður Ólafsson og Ída Hlín Steinþórsdóttir, sjómannsbörn, bera blómakrans til minningar um týnda og drukknaða sjómenn að messu lokinni. Blómakransinn er gefinn af Sjómannafélagi Eyjafjarðar.