Fréttir

Hátíðarmessa á Nýarsdag

Að venju verður hátíðarmessa á Nýarsdag í Glerárkirkju kl. 14. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og kór Glerárkirkju leiðir almennan söng. Allir velkomnir.

Helgihald jólanna

Helgihald jólanna verður með hefðbundum hætti í Glerárkirkju þessi jólin. Helgihald hátíðarinnar hefst með aftansöng á aðfangadagskvöldi kl. 18 og miðnæturmessu kl. 23.

Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju

Hinir árlegu jólatónleikar Kirkjukórs Glerárkirkju verða sunnudaginn 18. desember n.k. kl. 16. Á tónleikunum flytur kórinn þekkt jólalög, tónleikarnir eru fyrir löngu orðnir fastur liður í jólahaldi fjölmargra. Enginn aðgangseyrir, kórinn býður til tónleikanna.

Sunnudagurinn 18. desember

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar ásamt Eydísi Ösp Eyþórsdóttur. Barna - og Æskulýðskórar kirkjunnar syngja og leiða almennan söng undir stjórn Margrétar Árnadóttur. Allir velkomnir.

Sunnudagurinn 11. desember

Helgihaldi í Glerárkirkju, þriðja sunnudag í aðventu, sunnudaginn 11. desember verður sem hér segir:

Aðventukvöld 4. desember kl. 20:00

Sunnudagurinn 4. desember ? Annar sunnudagur í aðventu.

Samvera eldri borgara fimmtudaginn 24. nóv. kl. 15

Á samveru fyrir eldri borgara á fimmtudaginn 24. nóvember kl. 15:00 koma góðir gestir. Kór elrid borgara á Akureyri Í fínu formi mun syngja nokkur lög úr ýmsum áttu. Petra Björk Pálsdóttir er stjórnandi kórsins og Valmar Väljaots leikur með á píanó. Sr. Guðmundur Guðmundsson mun vera með hugvekju í upphafi. Eftir söngdágskrána og fjöldasöng verður boðið upp á kaffi á vægu verði. Allir eru hjartanlega velkomnir. Sætaferðir verða frá Lögmannshlíð og Lindarsíðu.

Jólaaðstoðin 2016 hefst 28. nóvember

Eins og undanfarið ár verður samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Þannig er sótt um að hringt er í síma 570 4090 milli kl. 10:00 og 12:00 alla virka daga frá 28. nóvember til 9. desember. Bókað er viðtal þar sem fyllt er út umsókn og koma þarf með staðgreiðsluyfirlit frá skattinum. Um er að ræða kort sem nota má í verslunum til matarkaupa fyrir þá sem eiga lítið handa á milli.

Kvöldmessa kl. 20:00 þann 27. nóvember - Fyrsti í aðventu