Fréttir

Útvarpsguðsþjónustur í umsjá Glerárkirkju

Dagana 12. og 26. júlí voru fluttar útvarpsguðsþjónustur á RÚV í úmsjá Glerárkirkju. Guðsþjónusturnar voru hljóðritaðar í Akureyrarkirkju í júní. Kór Glerárkirkju söng við guðsþjónusturnar undir stjórn Valmars Väljaots, organista. Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, og sr. Jón Ómar Gunnarsson, prestur við Glerárkirkju, þjónuðu ásamt Anítu Jónsdóttur og Hermanni R. Jónssyni meðhjálpurum. Hægt er að hlusta á guðsþjónusturnar á vef RÚV.

Útvarpsmessa Glerárkirkju 26. júlí.

Sunnudaginn 26. júlí n.k. verður útvarpað messu á Ríkisútvarpinu kl. 11 í umsjón Glerárkirkju. Messan var hljóðrituð í Akureyrarkirkju í júníbyrjun. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots, Aníta Jónsdóttir les ritningarlestra og aðstoðar við útdeilingu og sr. Jón Ómar Gunnarsson, prestur við Glerárkikju þjónar fyrir altari.

Útvarpsguðsþjónusta Glerárkirkju 12. júlí n.k.

Sunnudaginn 12. júlí n.k. verður útvarpsguðsþjónustan á Ríkisútvarpinu kl. 11 í umsjón Glerárkirkju. Guðsþjónustan var hljóðrituð í Akureyrarkirkju í júníbyrjun. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots, Aníta Jónsdóttir og Hermann R. Jónsson lesa ritningarlestra og sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur þjónar fyrir altari.

Sunnudagur 5. júlí

Messa í Lögmannshlið kl. 20.00. Prestur Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Helgistund, fyrirbænir og sakramenti. Organisti: Valmar Väljaots. Allir velkomnir.