Myndir frá vígsluhátíð 9. desember

Guðdómleg gleði ríkti í hátíðarmessu í Glerárkirkju sunnudaginn 9. desember 2012, en annar sunnudagur í aðventu er kirkjudagur Glerárkirkju því þann dag fyrir 20 árum var kirkjan vígð. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikaði, Kór Glerárkirkju ásamt einsöngvurum flutti Krýningarmessuna eftir Mozart og vígðir þjónar Glerárkirkju þjónuðu. Hér á vef kirkjunnar má nú nálgast nokkrar myndir sem Bjarni Eiríksson tók.

Smellið á linkana hér að neðan til að skoða myndaalbúmin þrjú:

1. hluti - 2. hluti - 3. hluti

Eða smellið hér til að sjá yfirlit yfir öll myndaalbúm frá vígsluhátíðinni.