Fréttir

Söfnun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Dagana 2. og 3. nóvember taka fermingarbörn í Glerárkirkju þátt í landssöfnum Hjálparstarfs kirkjunnar. Þá ganga fermingarbörn í sókninni í hús og safna fjármunum í innsiglaða bauka merkta Hjálparstarfi kirkjunnar frá kl. 17-20. Fermingarbörnunum hefur verið mjög vel tekið undanfarin ár.

Leiklistin og trúarlegar glímur á miðvikudagskvöldið 28. okt.

Næstkomandi miðvikudag 28. október kl. 20-22 verða þeir sr. Oddur Bjarni Þorkelsson og sr. Hannes Örn Blandon með erindi á fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju um Leiklistina og trúarlegar glímur ? Leikhúsið í kirkjunni.

Birting trúar og hins guðlega í myndlist með Goddi

Næsta fræðslukvöld miðvikudaginn 21. október mun Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), prófessor við Listaháskóla Íslands fjalla um Birting trúar og hins guðlega í myndlist. Dagskráin hefst kl. 20 með erindi hans þar sem fjalla verður um samband trúar og listar frá örófi til dagsins í dag. Settar verðar fram spurningar um framsetningu guðdómsins í myndlist ? allt frá helgileikjum til kirkjubygginga. Eftir erindið verða almennar umræður.

"Syngjum saman" á fræðslu- og umræðukvöld 14. okt. kl. 20

Margrét Bóasdóttir verkefnastjóri kirkjutónlistar mun með dyggri aðstoð kirkjukóra á Akureyri og nágrenni kynna nýja sálma og kirkjusöng. Dagskráin verðu í kirkjunni og hluti af fræðslukvöldunum um trú og list. Kvöldið byrjar kl. 20 inn í kirkju að þessu sinni og verður lögð áhersla á að upplifa sönglistina og taka þátt. Allir eru hjartanlega velkomnir að koma til að syngja og hlusta eftir því sem hverjum finnst.

Leiksýningin: Upp, upp mín sál

Leikritið ?Upp, upp mín sál? verður sýnt í Glerárkirkju, mánudaginn, 12. október kl 17:00. Fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra er sérstaklega boðið á þetta leikrit, en sýningin er öllum opin. Leikritið tekur 45 mínútur í flutningi. Leikarar eru þrír: Eggert Kaaber, Katrín Þorkelsdóttir og Valgeir Skagfjörð sem er jafnframt leikstjóri.

Hjónanámskeiðið: Hamingjuríkt hjónaband

Á miðvikudagskvöldum í nóvember verður hjónanámskeiðið, hamingjuríkt hjónaband, í Glerárkirkju. Námskeiðið hefur farið sigurför um heiminn og hentar öllum hjónum hvort sem að þau hafi verið gift í 1 ár eða 61 ár.

Trúin og listin á fræðslu- og umræðukvöldum í október

Í október verður TRÚIN OG LISTIN viðfangsefni fræðslu- og umræðukvöldanna í Glerárkirkju. Að vanda verða flutt vönduð erindi með dæmum úr bókmenntum, tónlist, myndlist og leiklist. Fyrirlesararnir búa yfir mikill þekkingu og reynslu á sínu sviði. Markmið kvöldanna er að skapa umræðu um tengsl trúar og listar og hvernig listin auðgar kirkju og samfélag. Dr. Gunnar Kristjánsson hefur á starfsævi sinni fengist við bókmenntir og listir í sínu fræðastarfi. Hann verður með inngangserindi og leiðir umræður 7. október kl. 20-22 sem hann nefnir: Skáldin og trúin ? Hvernig birtist trúararfleifð þjóðarinnar í verkum nútímaskálda.