Fréttir

Sunnudagurinn 3. maí

Helgihaldi helgarinnar verður með öðrum hætti en venjulega, kl. 11 verður fjölsyklduguðsþjónusta og vorhátíð kirkjunnar í kjölfarið. Við fáum góða gesti á vorhátíðina Guðmund töframann og trúðana Viktor og Dóra. Um kvöldið kl. 20:30 verður kvöldmessa með biskupi Íslands sem mun vísitera Glerárprestakall dagana 3. - 5. maí.

Vorferð æskulýðsfélagsins á Hólavatn

Dagana 30. apríl - 1. maí næstkomandi verður vorferð UD Glerá, æskulýðsfélags kirkjunnar og KFUM og KFUK. Farið verður í sumarbúðir KFUM og KFUK á Hólavatni. Boðið verður upp á spennandi og skemmtilega dagskrá undir stjórn leiðtoganna Jóhanns, Sunna, Jóns Ómars og Lárusar.

Glerárkirkja: Hvað er framundan?

Það hefur mikið verið um að vera í Glerárkirkju undanfarnar vikur. Við hófum aprílmánuð með fjölbreyttu helgihaldi um bænadagana og páskana og þá mættu fjölmargir til kirkjunnar sinnar. Undanfarnar þrjár helgar hafa 79 ungmenni verið fermd í kirkjunni og biðjum við þeim Guðs blessunar, en í ár fermast 100 fermingarbörn í Glerárkirkju.

Gleðilegt sumar - Skátaguðsþjónusta

Það ríkti mikil gleði í Glerárkirkju á sumardaginum fyrsta þegar fjölmenni kom til kirkju. Þó sumarið hafi ekki sýnt sínar bestu hliðar þá létu félagar úr Skátafélaginu Klakki það ekki á sig fá og gengu fylktu liði frá Giljaskóla til Glerárkirkju. Í kirkjunni voru orgelið og flygillinn sett til hliðar og gítarar og fiðla tekin fram, en hæfileikafólk úr skátafélaginu söng og spilaði í guðsþjónustunni. Margrét Pála Ólafsdóttir, fyrrum skáti, flutti kraftmikla hugvekju...

Fermingarmessur helgarinnar

Um helgina fermast 29 börn í tveimur fermingarmessum laugardaginn 25. apríl og sunnudaginn 26. apríl kl. 13:30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson þjóna ásamt meðhjálpurum. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

Skátaguðsþjónusta sumardaginn fyrsta

Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl verður skátaguðsþjónusta í Glerárkirkju kl. 11:00. Skátar úr Skátafélaginu Klakkur leiða almennan söng. Prestur verður sr. Jón Ómar Gunnarsson. Margrét Pála Ólafsdóttir, fyrrum skáti á Akureyri, flytur hugleiðingu. Skrúðgangan fer frá Giljaskóla kl. 10:30.

Fermingarmessur helgarinnar

Það er áfram hátíð í kirkjunni þinni! Næstu helgi verða tvær fermingarmessur í Glerárkirkju laugardaginn 18. apríl og sunnudaginn 19. apríl kl. 13.30. Á laugardaginn verða 10 ungmenni fermd og á sunnudaginn verða 11 ungmenni fermd. Prestar kirkjunnar, sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson, þjóna fyrir altari og kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Sunnudagaskólinn verður kl. 11 í kirkjunni og leiðir Sunna Kristrún, djákni, samveruna ásamt leiðtogum.

Æfingar vegna ferminga 18. og 19. apríl

Æfingar vegna ferminga 18. og 19. apríl verða föstudaginn 17. apríl. Þau sem fermast 18. apríl mæta þá á fermingaræfingu kl. 15 og þau sem fermast þann 19. apríl mæta kl. 16:30. Það er mikilvægt að allir mæti og taki þátt í æfingunni. Athugið að á æfingunni á að greiða 1.200 kr. í fermingarkirtlagjald, sem rennur til Kvennfélagsins og valfrjálst 1.800 kr. gjald vegna ljósmyndara sem tekur myndir í athöfninni.

Fyrstu fermingarbörn ársins fermd!

Um liðna helgi fermdust fyrstu fermingarbörnin í Glerárkirkju þetta vor. Þann 11. apríl fermdust 20 ungmenni og þann 12. apríl fermdust 9 ungmenni. Þau eru glæsilegir fulltrúar jafnaldra sinna og hafa staðið sig virkilega vel í vetur.

Fermingarmessur helgarinnar

Nú eru Gleðidagar í kirkjunni og þá gleðjumst við yfir páskaboðskapnum "Kristur er upprisinn, Kristur er sannarlega upprisinn." Um helgina verða tvær fermingarmessur í Glerárkirkju laugardaginn 11. apríl og sunnudaginn 12. apríl kl. 13.30. Prestar kirkjunnar, sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson, þjóna fyrir altari og kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.