Kristur, guðspjöllin og nútíminn

Haustið 2011 stóð Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi í samstarfi við Glerárkirkju fyrir samræðukvöldum á miðvikudögum kl. 20:00. Að þessu sinni var bók páfa ,,Jesús frá Nasaret" lögð til grundvallar umræðunni. Í bókinni birtist áhugaverð samfélagsrýni fræðimannsins Josephs Ratzinger, en þetta er fyrsta bók hans eftir að hann settist á páfastól sem Benedikt XVI. Bókin er innlegg í samtalið milli samfélagsins og kristninnar.

Fyrsta kvöld

Fyrsta samræðukvöldið var miðvikudagskvöldið 5. október 2011. Þar tóku sr. Jón Ármann Gíslason og Jón Valur Jensson tveggja manna tal um efni kvöldsins: Sagan og raunveruleikinn.

Annað kvöld

Annað samræðukvöldið var miðvikudagskvöldið 12. október 2011. Þar flutti dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson framsögu en erindi hans nefndist ,,Kirkjan og guðfræðin".

Seinni hluti

Þriðja kvöld

Þriðja samræðukvöldið var miðvikudagskvöldið 19. október 2011. Þar flutti sr. Haukur Ágústsson framsögu en erindi hans fjallaði um leikhúsið og helgihaldið. Erindi hans er því miður ekki aðgengilegt í augnablikinu á vefnum en lesa má frásögn frá kvöldinu á vef prófastsdæmisins.

Fjórða kvöld

Á fjórða samræðukvöldinu, miðvikudagskvöldið 26. október 2011 tóku prestarnir Arna Ýrr Sigurðardóttir og Örnólfur Jóhann Ólafsson tveggja manna tala um tengsl bókmennta og lista við guðspjöllin. Helstu þættir úr samtali þeirra eru aðgengilegir í þremur myndbandsbútum hér fyrir neðan.

Annar hluti

Þriðji hluti - brot úr almennum umræðum

Fimmta kvöld

Jafnréttið var í sviðsljósinu á fimmta umræðukvöldinu, 2. nóvember 2011. Þar tóku Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir tveggja manna tal þar sem meðal annars var komið inn á lýðræði, virðingu fyrir manneskjunni og mannréttindi. Drjúgur partur úr samtali þeirra er birtur í myndbandinu hér fyrir neðan.

Sjötta kvöld

Á sjötta umræðukvöldinu var röðin komin að dr. Hjalta Hugasyni og sr. Gunnlaugi Garðarssyni og snérist umræðan það kvöldið um heimspeki og þekkingu. Þetta kvöld kom meðal annars fram að sitt sýndist hverjum um þá staðreynd að þjóðkirkjan stæði fyrir umræðukvöldum um bók eftir páfa hinnar rómversk-kaþólsku kirkju. Horfa má á stærstan hluta tveggja manna tals þeirra Hjalta og Gunnlaugs í myndbandinu hér fyrir neðan.

Sjöunda kvöldið

Sjöunda umræðukvöldið snérist um dæmisögur Jesú. Þar ræddust dr. Ragnheiður Harpa Arnardóttir og sr. Gunnar Jóhannesson við um sjöunda kaflann í bók páfa en sá kafli hefur yfirskriftina ,,Boðskapur dæmisagnanna". Því miður er ekki til upptaka af þessu kvöldi en finna má nokkra punkta úr tveggja manna tali kvöldsins á vef prófastsdæmisins.

 

 

 

Aukaefni

Í tilefni af sýning í Glerárkirkju á eftirprentunum af biblíumyndum sem notaðar voru við kennslu í skólum bæjarins hér áður fyrr var boðið upp á fræðslukvöld í kirkjunni. Höfundur flestra þeirra er Elsie Anna Wood (1887 - 1978). Hér að neðan má horfa á fræðsluerindið sem Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju flutti. Hér á netinu er einnig hægt að:

Skoða glærur kvöldsins og lesa erindi kvöldsins.