Fréttir

Vikan framundan

Að venju er fjölbreytt dagskrá þessa vikuna í kirkjunni foreldramorgunn, TTT starf, fermingar og fleira. Dagskrá vikunnar má sjá hér.

Aðalsafnaðarfundur 30. apríl kl. 17.

Aðalsafnaðarfundur verður haldinn þann 30. apríl kl. 17 í Glerárkirkju.

Sunnudagaskóli

Sunnudaginn 23. apríl verður sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 11. Komið og eigið góða stund í kirkjunni það verður brúðuleikhús, biblíusaga og lifandi söngur.

Fermingarmessur 22. apríl og 23. apríl kl. 13:30

Laugardaginn 22. apríl og á sunnudaginn 23. apríl kl. 13:30 verða fermingarmessur í Glerárkirkju. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Fermd verða...

Fermingaræfingar á föstudaginn.

Föstudaginn 21. apríl verða æfingar vegna fermingarathafna helgarinnar. Þau sem fermast laugardaginn 22. apríl mæta á æfingu kl. 15 og þau sem fermast á sunnudaginn 23. apríl koma til æfinga kl. 16.

Kyrrðardagur á Möðruvöllum laugardaginn 29. apríl

Kyrrðardagur á Möðruvöllum verður laugardaginn 29. apríl kl. 10-17. Kyrrðardagar höfða til margra sem vilja stíga út úr skarkala hversdagsins og leita þess að styrkja samband sitt við Guð í kyrrð. Verð: 2000 kr. Skráning í síðasta lagi fyrir hádegi fimmtudaginn 27. apríl í síma 897 3302 eða gudmundur.gudmundsson(hjá)kirkjan.is og 895 6728 eða oddurbarni(hjá)gmail.com

Erindi Gunnlaugs A. Jónsson komið á vefinn

Nú má horfa á erindi Gunnlaugs A. Jónssonar á vefnum. Hann byggði umfjöllun sína á föstudaginn langa á myndefni og ljóðlist sem fer vel á skjánum. Erindið nefndi hann: Golgata og príslarsagan með augum 22. Davíðssálms. Áhrifasaga sálmsins í máli og myndum.

Vilt þú taka þátt í vali á nýjum presti?

Þann 30. apríl n.k. kl. 17 verður aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar og á fundinum verður kosin ný kjörnefnd Glerárprestakalls. Samkvæmt reglum um val og veitingu prestsembætta kýs aðalsafnaðarfundur kjörnefnd, sem hefur það hlutverk að velja prest. Í kjörnefnd Glerárprestakalls eiga að sitja 17 aðalmenn og 11 varamenn, allt sóknarfólk 16 ára og eldri sem tilheyrir þjóðkirkjunni hefur rétt til að bjóða sig fram í kjörnefnd.

Aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar

Aðalsafnðarfundur Lögmannshlíðarsóknar verður haldinn í Glerárkirkju sunnudaginn 30. apríl kl. 17:00 Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt starfsreglum kirkjunnar, ber hæst kosning kjörnefndar en fyrir dyrum stendur að kjósa nýjan prest þegar sr. Jón Ómar Gunnarsson lætur af embætti.

Helgihald á páskum

Það verður fjölbreytt helgihald í Glerárkirkju um páskana. Dagskrá vikunnar má lesa hér.