Fréttir

Gullna hliðið í fjölskylduguðsþjónustu á sunnudaginn

Það verður mikið um dýrðir í fjölskylduguðsþjónustunni á sunnudaginn. Krakkar úr leiksýningunni Gullna hliðið koma í heimsókn ásamt Hljómsveitinni Evu og flytja atriði úr sýningunni. Svo syngur Marín Eiríksdóttir einsöng og Barna- og æskulýðskór kirkjunnar kemur fram.

Kaffihús með gómsætum bollum og tónlist á æskulýðsdaginn

Sunnudagurinn 2. mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Í því tilefni verður kaffihús með gómsætum bollum og tónlist í safnaðarsal Glerárkirkju kl. 16-17:30.

Prédikun sr. Örnu Ýrrar sunnudaginn 23. febrúar sl

Hér má sjá prédikun sr. Örnu Ýrrar frá sl. sunnudegi.

Sr. Guðrún Eggertsdóttir flytur erindi um kyrrðarbæn

Síðasta erindið um kristna íhugun og bæn verður í kvöld miðvikudag 26. febrúar kl. 20 í þessari fyrirlestraröð. Sr. Guðrún Eggertsdóttir mun fjallar um Kyrrðarbænina (Centering prayer) og leiða íhugun í kirkjunni. Þá er erindi sr. Halta Þorkelssonar, prestur Kaþólsku kirkjunnar á Akureyri, aðgengilegt hér á vefnum. Hann nefndi erindi sitt: Tíðabænir, daglegar bænir kirkjunnar.

Fjölskylduguðsþjónusta í Glerárkirkju

Fjölskylduguðsþjónust verður í Glerárkirkju sunnudaginn 2. mars kl. 11.00 Prestur er sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar ásamt Ragnheiði Sverrrisdóttir djákna. Barna-og æskulýðskórinn Glerárkirkju leiðir almennan söng. Börn úr leiksýningunni Gullna hliðinu koma fram ásamt Hljómsveitinni Evu. Einsöngur Marin Eiriksdóttir. Um tónlist sjá Dagný Halla Björnsdóttir og Björn Þórarinnsson Allir hjartanlega velkomnir.

Messa og barnastarf sunnudaginn 23. febrúar.

Messa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 23. febrúar kl. 11. Prestur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Organisti Valmar Väljaots. Kór Glerárkirkju leiðir söng. Barnastarfið verður á sínum stað í safnaðarsalnum, með sameiginlegu upphafi í messunni. Allir velkomnir.

Sr. Halti Þorkelsson prestur í Kaþólsku kirkjunni flytur erindi um tíðabænir

Sr. Hjalti hefur verið prestur á Akureyri um nokkurra ára skeið. Prestar Kaþólsku kirkjunnar og reglufólk biðja daglega tíðabænir á ákveðnum tíma dags, hver fyrir sig eða saman þar sem það hentar. Um það fjallar hann á fræðslukvöld miðvikudaginn 19. febrúar kl. 20. Hann nefnir erindi sitt: Tíðabænir, daglegar bænir kirkjunnar. Eftir kaffihlé og umræður mun hann leiða tíðabæn í kirkjunni eftir venju kaþólsku kirkjunnar.

Erindi sr. Vigfús Ingvarssonar um íhugun og andlega fylgd

Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, fyrrum sóknarprestur á Egilstöðum, var með athyglisverðan fyrirlestur í Glerárkirkju 12. febrúar síðast liðinn. Erindið nefndi hann Íhugun og andleg fylgd samkvæmt hefð Ignatiusar Loyola en Nonni (Jón Sveinsson) var af reglu hans. Þetta var annar fyrirlesturinn um Kristna íhugun og bæn í Glerárkirkju nú í febrúar.

Kvöldguðsþjónusta í Glerárkirkju.

Kvöldguðsþjónusta verður í Glerárkirkju sunnudaginn 16 febrúar kl. 20. Krossbandið leiðir söng. Persónulegar fyrirbænir. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar.

Hátíðarmessa kl. 14. í Glerárkirkju.

Hátíðarmessa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 16. febrúar kl. 14. í tilefni 70 ára afmælis Kórs Glerárkirkju 12. febrúar sl. er fagnað sérstaklega á þessum Drottinsdegi. Sókarfólk og aðrir velunnarar er hvött til að mæta og samfagna kórnum. Fyrrverandi kórfélagar eru sérstaklega boðnir velkomnir til hátíðarmessunnar og munu sumir þeirra taka þátt í að leiða sönginn.