Kvíðir þú jólunum?

Þó að jólin séu hátíð ljóss og friðar, og flestir hlakki til alls þess sem jólahaldið býður upp á, þá eru þau líka til sem upplifa tímann fyrir jól sem erfiðan og hlaðinn kvíða. Sumir hafa misst ástvini og horfa fram á breytt jólahald og kvíða tómleikanum, önnur eiga erfitt með að láta enda ná saman og geta jafnvel lítið gert sér dagamun, og enn önnur glíma við erfiðar minningar og reynslu sem litar jólahaldið.

Oft er gott að trúa einhverjum fyrir vanlíðan sinni og hvetjum við í Glerárkirkju öll þau sem kvíða jólum að leita sér aðstoðar. Prestar og djákni Glerárkirkju eru boðin og búin til að ljá þeim eyra sem þurfa á því að halda og er sú aðstoð fólki að kostnaðarlausu. Hægt er að hafa samband við okkur í síma 864-8455 (sr. Gunnlaugur), 864-8456 (sr. Arna Ýrr) og 864-8451 (Pétur Björgvin).