Fréttir

Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju

Kór Glerárkirkju heldur sína árlegu jólatónleika í Glerárkirkju sunnudaginn 20. desember kl. 17:00. Fram koma auk Kórs Glerárkirkju: Karlakór Akureyrar-Geysir og sérstakur gestasöngvari Magni Ásgeirsson. Stjórnandi er Valmar Väljaots. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Barna- og unglingastarfið

Næstkomandi sunnudag, 20. desember er barnastarf á messutíma kl. 11:00. Að loknu sameiginlegu upphafi í messunni ganga börnin yfir í safnaðarsalinn og eiga þar sunnudagaskólastund. Þessi stund er síðasta barnastarfssamveran fyrir jól. Starfið hefst aftur á nýju ári sunnudaginn 17. janúar. Annað barna- og unglingastarf er komið í vetrarfrí. Á nýju ári hefst kirkjuskólinn (1. - 4. bekkur) mánudaginn 18. janúar, TTT starfið og æskulýðsfélagið Glerbrot þriðjudaginn 19. janúar.