Upptaka af hátíðarerindi dr. Hjalta Hugasonar

Samfylgd kristni og þjóðar í þúsund ár var yfirskrift hátíðarerindis sem dr. Hjalti Hugason flutti laugardaginn 8. desember kl. 16:00 í Glerárkirkju í tilefni af 20 ára vígsluafmæli Glerárkirkju. Afmælisdagskráin hófst á föstudegi og stendur fram á sunnudagskvöld. Þessi hluti dagskrárinnar hófst með tónlistar- og helgistund í kirkjunni áður en gengið var í safnaðarsalinn þar sem gestum gafst kostur á að hlýða á 30 mínútna langt erindi Hjalta, njóta kaffiveitinga og ræða í lokin efni fyrirlestursins. Þeim sem ekki höfðu tök á því að mæta á staðinn gefst hins vegar kostur á að horfa á upptöku af erindinu hér á vef Glerárkirkju.