Jólatónleikar

Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju í samvinnu við Kór eldri borgara ,,Í fínu formi" verða haldnir í Glerárkirkju á þriðja sunnudegi í aðventu, 16. desember kl. 16:00. Stjórnendur eru Valmar Väljaots og Petra Björk Pálsdóttir. Marína Þórólfsdóttir leikur á þverflautu. Það er frítt inn og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Bent er á að fyrir þessa tónleika hefur verið stofnuð viðburðarsíða á Facebook og er fólk hvatt til þess að nýta sér þá tækni og bjóða Facebook-vinum á tónleikana. Slóðin er: https://www.facebook.com/events/233529496777124/