Starfsfólk

Prestar

Sr. Helga Bragadóttir

Séra Helga hóf störf við Glerárkirkju í september 2022. Hún hefur starfað í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu í mörg ár og hefur auk þess framhaldsmenntun í sálgæslu.

Sr. Magnús G. Gunnarsson

Séra Magnús mun starfa í Glerárkirkju við afleysingar. Hann er þaulreyndur prestur og sálgætir með framhaldsmenntun í orgeltónlist.
Hægt er að bóka viðtal eða athafnir hjá Magnúsi með því að hafa samband við hann beint.

Sr. Sindri Geir Óskarsson - Sóknarprestur Glerárprestakalls

Séra Sindri Geir hefur starfað í Glerárkirkju frá ársbyrjun 2020, þar áður var hann Sjúkrahúsprestur og hóf prestsþjónustu í Noregi árið 2016. Hann er með framhaldsmenntun í sáttamiðlun og leiðtogafræðum.

Hægt er að hafa samband við sr. Sindra beint til að bóka viðtal eða athafnir.

Starfsfólk í safnaðarstarfi

Eydís Ösp Eyþórsdóttir - verkefnastjóri fræðslu- og fjölskyldustarfs

Eydís Ösp er með BA. próf í félagsráðgjöf og diplómapróf til starfsréttinda sem djákni.
Hún heldur utan um barna- og æskulýðsstarf Glerárkirkju en er einnig stafsmaður Hjálparstarfs Kirkjunnar og starfar með Velferðarsjóði Akureyrar og nágrennis.

Margrét Árnadóttir - Kórstjóri barna- og æskulýðskórs

Margrét Árnadóttir er söngkona og söngkennari. Hér í Glerárkirkju er hún kórstjóri barna- og æskulýðskóra kirkjunnar. Hægt er að hafa samband við hana beint til að bóka hana sem söngkonu, eða til að fá upplýsingar um barnakóra starfið.

Valmar Väljaots - Tónlistarmaður

Valmar er organisti Glerárkirkju og kórstjóri Kórs Glerárkirkju.
Hægt er að hafa samband við hann beint til að bóka hann í athafnir eða til að taka þátt í starfi kirkjukórsins.
valliviolin@gmail.com

Starfsfólk kirkjunnar

Arnar Yngvason - Umsjónarmaður

Arnar er umsjónarmaður Glerárkirkju og Lögmannshlíðarkirkju. Hann heldur m.a. utan um bókanir á kirkjunum vegna athafna og útleigu vegna tónleika eða veislna.

Halldóra Stefánsdóttir - Ráðskona

Halldóra sér um eldhús og safnaðarheimili Glerárkirkju, aðstoðar við foreldramorgna og sér um matseld á miðvikudagshelgistundum. Auk þess er hún til taks við útleigur á safnaðarheimili kirkjunnar.

Kirkjuvörður Glerárkirkju og Lögmannshlíðarkirkju, hann kemur að helgihaldi og athöfnum í báðum kirkjum.