Séra Helga hóf störf við Glerárkirkju í september 2022. Hún hefur starfað í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu í mörg ár og hefur auk þess framhaldsmenntun í sálgæslu.
Séra Magnús mun starfa í Glerárkirkju við afleysingar. Hann er þaulreyndur prestur og sálgætir með framhaldsmenntun í orgeltónlist.
Hægt er að bóka viðtal eða athafnir hjá Magnúsi með því að hafa samband við hann beint.
Séra Sindri Geir hefur starfað í Glerárkirkju frá ársbyrjun 2020, þar áður var hann Sjúkrahúsprestur og hóf prestsþjónustu í Noregi árið 2016. Hann er með framhaldsmenntun í sáttamiðlun og leiðtogafræðum.
Hægt er að hafa samband við sr. Sindra beint til að bóka viðtal eða athafnir.
Eydís Ösp er með BA. próf í félagsráðgjöf og diplómapróf til starfsréttinda sem djákni.
Hún heldur utan um barna- og æskulýðsstarf Glerárkirkju en er einnig stafsmaður Hjálparstarfs Kirkjunnar og starfar með Velferðarsjóði Akureyrar og nágrennis.
Margrét Árnadóttir er söngkona og söngkennari. Hér í Glerárkirkju er hún kórstjóri barna- og æskulýðskóra kirkjunnar. Hægt er að hafa samband við hana beint til að bóka hana sem söngkonu, eða til að fá upplýsingar um barnakóra starfið.
Valmar er organisti Glerárkirkju og kórstjóri Kórs Glerárkirkju.
Hægt er að hafa samband við hann beint til að bóka hann í athafnir eða til að taka þátt í starfi kirkjukórsins.
valliviolin@gmail.com
Arnar er umsjónarmaður Glerárkirkju og Lögmannshlíðarkirkju. Hann heldur m.a. utan um bókanir á kirkjunum vegna athafna og útleigu vegna tónleika eða veislna.
Halldóra sér um eldhús og safnaðarheimili Glerárkirkju, aðstoðar við foreldramorgna og sér um matseld á miðvikudagshelgistundum. Auk þess er hún til taks við útleigur á safnaðarheimili kirkjunnar.
Kirkjuvörður Glerárkirkju og Lögmannshlíðarkirkju, hann kemur að helgihaldi og athöfnum í báðum kirkjum.