Fermingar 2022

KOmið þið heil og sæl

Skráning í fermingarfræðslu og fermingar í Glerárkirkju vorið 2022.

Smellið á þann dag sem þið viljið skrá barnið ykkar á og fyllið út skráningarformið.

Ef þið eruð ekki búin að ákveða dag en viljið skrá barn í fræðsluna getið þið gert það hér: Skráning í fræðslu

14. apríl - skírdagur kl. 11:00 - Skráning opin
24. apríl  – sunnudagur kl. 11:00 - Skráning opin
7. maí  – laugardagur kl. 11:00 - Skráning opin
14. maí – laugardagur kl. 11:00 - Skráning opin
22. maí – sunnudagur kl. 11:00 - Skráning opin
29. maí – sunnudagur kl.11:00  - Skráning opin
12. júní - sjómannadagurinn kl.11:00 - skráning opin

Við fengum beiðnir um að ferma á sjómannadaginn líka, við erum búin að opna á það enda er bara vel við hæfi að börn úr sjómannafjölskyldum fermist á þessum degi, en auðvitað er dagurinn opinn öðrum börnum líka.

Þegar þið skráið barn á dag eruð þið sjálfkrafa að skrá það í fermingarfræðsluna, svo það þarf ekki að skrá það sérstaklega í hana.

Sr. Sindri Geir heldur utan um skráninguna svo þið getið sent tölvupóst á sindrigeir@glerarkirkja.is ef það eru einhverjar spurningar.


 

Hólavatnsferð

Við byrjum hauststarfið okkar á ferð á Hólavatn um miðjan ágúst, við auglýsum þá ferð betur þegar nær dregur en á Hólavatni kynnum við fólkið sem mun sjá um fermingarfræðsluna, leikum okkur á bátunum, kveikjum varðeld, kynnumst aðeins unglingastarfinu UD-Glerá og gistum eina nótt.

Það eru allir velkomnir, sama hvort þau ætla að fermast eða ekki.

Skráning:

Giljaskóli 16. ágúst

Glerárskóli 17. ágúst

Síðustkóli 18. ágúst

 


 

Fermingarfræðslan

Í vetur verður fræðslunni skipt eftir skólum og hver skóli kemur á þriggja vikna fresti í fræðslu. Fræðslan verður á þriðjudögum, í fjögur skipti á hvoru misseri og nánara skipulag verður sent út í haust. Við eigum bara einn fermingarvetur svo við vonum að fermingarfræðslan fái að eiga smá forgang í þetta eina skipti í mánuði sem hún er. Í fræðslunni vinnum við með kristna trú og lífsgildi, hvaða það er sem skiptir okkur máli í lífinu, hvernig samfélag við viljum skapa og megin fræðsluefnið okkar er unnið út frá hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Við munum kynnast íhugun og bæn, gömlu góðu biblíusögunum og markmiðið með fermingarfræðslunni er auðvitað að gefa ykkur grundvöll til að geta tekið upplýsta ákvörðun þegar það kemur að fermingunni.


Facebook hópur fyrir foreldra og forráðamenn

Við reynum að vera í góðu tölvupóstssambandi við foreldra og forráðamenn yfir veturinn, en það hefur líka reynst vel að nýta facebook til þess, því hvetjum við ykkur til að finna hópinn „Fermingarhópur Glerárkirkju 2022“ og sækja um aðgang að honum.

Allar upplýsingar um fermingarfræðsluna og fermingarna verður undir hnappinum „Fermingar“ á heimasíðunni okkar, glerarkirkja.is


 Kostnaður

Fræðslugjaldið fyrir veturinn er 22.000 kr og fer sá kostnaður í ýmis útgjöld vegna utanumhalds, skipulags og í að fá inn fermingarfræðara sem starfa með prestunum við fræðsluna.
Reikningsnúmer og kennitala er
0565-26-1092
450269-2479

Æskilegt er að greiða gjaldið í haust þegar fræðslan hefst, en hægt er að skipta greiðslunni í tvennt og greiða þá í upphafi hvorrar annar.
Ef það er erfitt að greiða gjaldið vegna einhverra ástæðna er um að gera að heyra í okkur prestunum og við leysum það.


 

Ef það eru einhverjar spurningar eða vangaveltur er hægt að senda póst á  sindrigeir@glerarkirkja.is