
FRÆÐSLUKVÖLD Í GLERÁRKIRKJU
Á MIÐVIKUDÖGUM KL. 20:00
Í FEBRÚAR OG MARS 2013
Einkunnarorð kirkjunnar leggja áherslu á þá meginþætti kirkjulegs starfs að tilbiðja Guð, boða trú á hann og
þjóna náunganum í kærleika. Á fræðslukvöldum vorið 2013 í Glerárkirkju er ætlunin að skoða þessa
þrjá þætti nánar. Til þess verkefnis fáum við fyrirlesara í heimsókn og vonumst til að sjá sem flesta
þátttakendur. Sem fyrr verða kvöldin öllum opin, þátttaka ókeypis og kaffiveitingar í hléi gegn frjálsum framlögum í
kaffisjóð. Umsjón með kvöldunum hefur Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju og veitir hann nánari
upplýsingar í síma 864 8451.
Dagskráin hvert kvöld hefst kl. 20:00 og má nálgast hana til útprentunar sem pdf-skjal
hér. ATH: Með því að smella á myndirnar hér að neðan opnast pdf-skjöl með ritunum tveimur sem liggja til grundvallar
fræðslukvöldunum.
6. febrúar: Köllun kirkjunnar á tímum skeytingarleysis og andstæðna
13. febrúar: Díakonían í hnotskurn - Þjónusta í
nútímanum
20. febrúar: Sérþjónusta kirkjunnar - Útréttur armur kirkjunnar
27. febrúar: Hinn díakoníski söfnuður
13. mars: Boðunin í hnotskurn - Orð Guðs í
nútímanum
20. mars: Kristniboð kirkjunnar - Útréttur armur kirkjunnar
27. mars: Bænin má aldrei bresta þig - Kynning á bænabandinu
- Sr. Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju
- Helgistund í upphafi kvölds og umræðustjórn: sr. Jón Ármann Gíslason
- Sjá nánar
hér.
3. apríl: Hinn boðandi söfnuður ATH: NÝ DAGSETNING
- Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, fv. sóknarprestur
- Helgistund í upphafi kvölds og umræðustjórn: sr. Gunnlaugur Garðarsson
- Sjá nánar hér.
Umræðukvöldin eru samstarfsverkefni Glerárkirkju, Eyjafjarðar– og Þingeyjarprófastsdæmis og Starfs– og leikmannaskóla
Þjóðkirkjunnar.
Til grundvallar umræðunni þessi kvöld liggja m.a. eftirfarandi rit og bækur:
Framsöguerindin verða tekin upp á myndband og birt á kirkjan.is/sjonvarp