Fréttir

Hátíðarmessa á Nýarsdag

Að venju verður hátíðarmessa á Nýarsdag í Glerárkirkju kl. 14. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og kór Glerárkirkju leiðir almennan söng. Allir velkomnir.

Helgihald jólanna

Helgihald jólanna verður með hefðbundum hætti í Glerárkirkju þessi jólin. Helgihald hátíðarinnar hefst með aftansöng á aðfangadagskvöldi kl. 18 og miðnæturmessu kl. 23.

Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju

Hinir árlegu jólatónleikar Kirkjukórs Glerárkirkju verða sunnudaginn 18. desember n.k. kl. 16. Á tónleikunum flytur kórinn þekkt jólalög, tónleikarnir eru fyrir löngu orðnir fastur liður í jólahaldi fjölmargra. Enginn aðgangseyrir, kórinn býður til tónleikanna.

Sunnudagurinn 18. desember

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar ásamt Eydísi Ösp Eyþórsdóttur. Barna - og Æskulýðskórar kirkjunnar syngja og leiða almennan söng undir stjórn Margrétar Árnadóttur. Allir velkomnir.

Sunnudagurinn 11. desember

Helgihaldi í Glerárkirkju, þriðja sunnudag í aðventu, sunnudaginn 11. desember verður sem hér segir:

Aðventukvöld 4. desember kl. 20:00

Sunnudagurinn 4. desember ? Annar sunnudagur í aðventu.