Fréttir

Hvíldardvöl fyrir ekkjur og ekkla á Löngumýri

Fræðslusetur kirkjunnar á Löngumýri í Skagafirði í samvinnu við Krabbameinsfélag Skagafjarðar og Dug félag aðstandenda krabbameinssjúkra í Skagafirði bjóða til hvíldardvalar fyrir þá sem misst hafa maka sinn, dagana 12. - 17. júlí 2009. Sjá nánar á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis.

Helgihald sunnudaginn 28. júní

Kvöldmessa verður í Glerárkirkju kl. 20:30. Félagar úr vélhjólaklúbbnum ,,Trúboðarnir" lesa ritningarlestra. Sr. Gunnar Sigurjónsson flytur hugleiðingu. Félagar úr Kór Glerárkirkju syngja og leiða söng. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar fyrir altari. Organisti er Hjörtur Steinbergsson. Kaffiveitingar í safnaðarsal að athöfn lokinni. Allir velkomnir.

Helgihald sunnudaginn 21. júní

Messað er í Glerárkirkju sunnudaginn 21. júní kl. 20.30. Prestur er sr. Guðmundur Guðmundsson. Félagar úr Kór Glerárkirkju syngja undir stjórn Hjartar Steinbergssonar organista. Sungnir verða sálmar nr. 593, 750, 354 og 469.