Barna- og æskulýðskórar

Barnakór Glerárkirkju er fyrir börn í 2.-5.bekk. Kórinn æfir einu sinni í viku, á miðvikudögum frá 16.00-17.00 í Glerárkirkju. Stjórnandi er Margrét Árnadóttir. Við syngjum lög úr ýmsum áttum og tökum þátt í fjölskylduguðsþjónustum einu sinni í mánuði. Allir eru velkomnir í kórinn, stelpur sem strákar og það er alveg ókeypis! 

Æskulýðskór Glerárkirkju er ætlaður einstaklingum frá 6.bekk og uppúr, en ekkert aldursþak er á kórnum. Æfingar eru á miðvikudögum milli kl. 17 - 18 í Glerárkirkju. Kórinn er opinn öllum og er alveg ókeypis. Við syngjum fjölbreytta tónlist og tökum þátt í fjölskylduguðsþjónustum einu sinni í mánuði. Stjórnandi er Margrét Árnadóttir.

Upplýsingar um kórastarfið veitir Margrét Árnadóttir í síma 8227184 eða á netfanginu margret.a73(hjá)gmail.com.