Fréttir

Sunnudagurinn 30. ágúst

Gönguguðsþjónusta kl. 20:00 Gengið frá Glerárkirkju um hverfið, lestrar og bænir á völdum stöðum. Umsjón sr. Jón Ómar Gunnarsson. Allir velkomnir.

Sunnudagur 16. ágúst. Messa í Glerárkirkju kl. 20.00

Messa í Glerarkirkju sunnudaginn 16. ágúst kl. 20.00 Prestur sr. Jón Ómar Gunnarsson. Organisti Valmar Väljaots. Kór Glerárkirkju leiðir söng. Allir velkomnir.

Fermingar - og æskulýðsferð á Hólavatn

Vikuna 16. - 22. ágúst býður Glerárkirkja ungmennum fæddum 2002 í fermingar - og æskulýðsferð á Hólavatn í Eyjafirði. Þar reka KFUM og KFUK sumarbúðir og höfum við fengið staðinn lánaðan fyrir ferðina og mun starfsfólk KFUM og KFUK aðstoða okkur. Fermingarferðin er upphafspunktur fermingarfræðslunnar og kynning á æskulýðsstafi Glerárkirkju og KFUM og KFUK. Þó ferðin sé hluti af fermingarfræðslunni er öllum úr árganginum hjartanlega velkomið að koma með óháð því hvort þau séu að hugsa um að fermast eða ekki.