Fréttir

Í fínu formi

Kór félags eldri borgara Í FÍNU FORMI verður með TÓNLEIKA í Glerárkirkju, laugardaginn 31. mars kl. 16:00. Einsöngur: Aðalsteinn Jónsson. Stjórnandi og meðleikari: Valmar Väljaots. Miðaverð kr. 1500. ATH: Ekki er tekið við greiðslukortum.

Safnaðarblað Glerárkirkju komið út

Safnaðarblað Glerárkirkju er komið út og hefur því verið dreift í öll hús í sókninni. Einnig er hægt að nálgast blaðið í kirkjunni. Í blaðinu er að finna upplýsingar um helgihald í Glerárkirkju um páskana sem og yfirlit vegna ferminga í apríl og maí.

Páskasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar

Nú fer í hönd páskasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar. Að þessu sinni söfnum við fyrir fjölbreyttri aðstoð á Íslandi. Hjálparstarfið veitir faglega ráðgjöf og hjálp til sjálfshjálpar. Valgreiðslur að upphæð 2.400 krónur verða næstu daga sendar í heimabanka landsmanna, einnig er hægt að gefa framlag á framlag.is, í söfnunarsíma 907 2002 eða leggja inn á söfnunarreikning: 0334-26-886 kt. 450670-0499.

Fjölskylduguðsþjónusta - lok barnastarfs á vorönn

Sunnudaginn 1. apríl 2012 er fjölskylduguðsþjónusta í Glerárkirkju kl. 11:00. Boðið er upp á barnastarf í safnaðarsal á sama tíma, sameiginlegt upphaf í guðsþjónustunni. Það eru börn úr barna- og æskulýðskórum Glerárkirkju sem leiða sönginn í guðsþjónustunni undir stjórn Valmars Väljaots. Boðið er upp á hressingu að samveru lokinni.

Héraðsfundur samþykkti að efla æskulýðsstarfið

Á héraðsfundi Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis sem haldinn var í safnaðarsal Akureyrarkirkju laugardaginn 24. mars 2012 var samþykkt að gera átak í æskulýðsmálum á prófastsdæmisvísu árið 2013. Til þess að sinna því verkefni verður ráðinn æskulýðsfulltrúi í hálft starf í fimm mánuði frá 1. janúar. Sjá nánar á vef prófastsdæmisins.

Bolli Pétur, Sunna Dóra, núið og framtíðin

Hjónin í Laufási, sr. Bolli Pétur Bollason og Sunna Dóra Möller, guðfræðingur, halda erindi í safnaðarsal Glerárkirkju miðvikudagskvöldið 28. mars kl. 20:00 sem nefnist: ,,Vegurinn framundan, nútíminn og framtíðin.” Fyrirlesturinn er hluti af umræðukvöldum prófastsdæmisins sem haldin hafa verið í vetur í samstarfi við Glerárkirkju og hefst dagskráin kl. 20:00.

Önnur umferð í biskupskosningum framundan

Talningu í biskupskjöri lauk í gær. Þar sem enginn var með hreinan meirihluta verður kosið aftur á milli tveggja efstu. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson hlutu flest atkvæði og ljóst að annað þeirra verður næsti biskup.

Kynslóðir mætast

Kynslóðir mætast heitir samstarfsverkefni Öldrunarheimila Akureyrar og Menntaskólans á Akureyri. Það er hluti af lífsleikniáfanga hjá nemendum fjórða bekkjar í MA og gengur út að leiða unga og aldna saman. Verkefninu sem er orðið sjö ára var ýtt úr vör af Glerárkirkju á sínum tíma að fyrirmynd úr Skálholtsskóla.

Helgihald í Glerárkirkju sunnudaginn 25. mars

Messa kl. 11. Boðunardagur Maríu. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng. Allir velkomnir. Barnastarf í safnaðarheimili á sama tíma, sameiginlegt upphaf í messu. 

Hæ Tröllum

Karlakór Akureyrar-Geysir stendur fyrir söngmótinu “Hæ! Tröllum” laugardaginn 24. mars. Nafnið er fengið úr gömlu þekktu sænsku lagi, sem flestir karlakórar hafa sungið. Tónleikarnir verða haldnir í Glerárkirkju og hefjast kl. 16:00. Aðgangseyrir er kr. 2.000,-