Fréttir

Hvítasunnuhátíðin í Glerárkirkju

Fermingarmessa verður laugardaginn 30. maí kl. 13:30. Sr. Gunnlauguar Garðarsson og sr. Arnaldur Bárðarson þjóna. Félagar úr Kór Glerárkirkju leiða söng. Organisti: Hjörtur Steinbergsson. Á Hvítasunnudag, sunnudaginn 31. maí kl. 11:00 verður hátíðarmessa kl. 11:00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Einsöngur: Óskar Pétursson tenór. Kór Glerárkirkju syngur. Organisti: Hjörtur Steinbergsson. Vinsamlegast athugið að reglubundið vikustarf kirkjunnar utan helgihalds um helgar er nú komið í sumarfrí.

Hvernig sérðu hina?

Á vef Þjóðkirkjunnar er að finna viðtal við Pétur Björgvin Þorsteinsson djákna í Glerárkirkju þar sem hann segir frá nýútkominni bók sinni: ,,Við þurfum að kenna unga fólkinu okkar að takast á við fjölbreytilegan veruleika, hjálpa þeim að verða forvitin og læra að takast á við það sem er framandi." Sjá nánar á vef Þjóðkirkjunnar.

Myndir frá vorhátíð

Vorhátíð Glerárkirkju var haldin í dag og þótti þeim sem tjáðu sig við starfsfólk kirkjunnar hún hafa verið einstaklega vel heppnuð. Reikna má með að jafnvel 500 manns hafi verið á kirkjulóðinni þegar mest lét. Á http://www.flickr.com/photos/glerarkirkja/ er hægt að skoða nokkrar myndir af hátíðinni.

Vorhátíð Glerárkirkju

Vorhátíð barnastarfs Glerárkirkju verður haldin sunnudaginn 10. maí næstkomandi og hefst hún með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00 þar sem Barnakór Glerárkirkju og Æskulýðskór Glerárkirkju koma fram undir stjórn Ástu Magnúsdóttur tónmenntakennara. Sérstakur gestur dagsins er Magni Ásgeirsson, undirleik annast Valmar Väljaots en sr. Arnaldur og Pétur djákni þjóna við athöfnina. Eftir stundina í kirkjunni tekur við fjölbreytt dagskrá, börnunum er boðið að fara stuttan hring í hestakerru, hoppukastalarnir eru á sínum stað, boðið verður upp á kassaklifur, félagar úr Æskulýðsfélaginu Glerbrot sýna brúðuleikrit, grillaðar pylsur og meðlæti á staðnum og svona mætti lengi telja. Fjölmennum og eigum saman góða stund í kirkjunni og við kirkjuna. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Faðir metrópólitan Kallistos Ware

Helgina 15. til 17. maí næstkomandi verða sérstakir fræðslu og kyrrðardagar í Skálholti með föður Kallistos frá Oxford. Kallistos mun fjalla um kyrrð og kristna íhugun og miðla af reynslu sinni. Nánari upplýsingar á vef Skálholts.