Fréttir

Samkirkjuleg bænavika 18.-25 janúar

Um helgina hefst samkirkjuleg bænavika. Að vanda er farið á milli safnaðanna og beðið saman. Það eru Aðventistar, Hvítasunnukirkjan, Hjálpræðisherinn, Kaþólska kirkjan og Þjóðkirkjan sem standa fyrir þessum samverun á Akureyri. Fimmtudaginn 21. janúar kl. 20 verður svo sameiginleg samkoma hér í Glerárkirkju þar sem Gospelkór Akureyrar og Kór Glerárkirkju syngja og leiða söng.

Ný og spennandi dagskrá hjá UD Glerá

UD - Glerá, æskulýðsfélag Glerárkirkju og KFUM og KFUK, er fyrir unglinga í 8. - 10. bekk. Félagið hittist alla fimmtudaga kl. 20 - 21.30 í Sunnuhlíð, sal KFUM og KFUK (opið hús frá kl. 19:30). Í síðustu viku settu leiðtogar og félagar í æskulýðsfélaginu saman dagskrá fram á vor og verður margt spennandi á dagskrá m.a. kókosbollubrjálæði, pógó - partý, paramót í pílu, páskaeggjabingu og pizzapartý.

Nýtt ár og nóg um að vera í kirkjunni

Gleðilegt nýtt ár, við skulum biðja og vona að það verði sem flestum farsælt og blessunarríkt. Í Glerárkirkju munum við áfram leitast við að bjóða upp á fjölbreytt og lifandi starf fyrir alla aldurshópa. Með starfinu viljum við efla og styðja við mannlífið í hverfinu og miðla trúnni á þann Guð, sem kemur til okkar í Jesú Kristi.

Sunnudagurinn 24. janúar

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Umsjón með sunnudagaskólanum hefur Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni.

Sunnudagurinn 17. janúar

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson og Aníta Jónsdóttir, meðhjálpari, þjóna, kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Umsjón með sunnudagaskólanum hefur Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni.

Sunnudagurinn 10. janúar

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar, kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Petru B. Pálsdóttur. Umsjón með sunnudagaskólanum hefur Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni.

Helgihald um jól og áramót

?Og Orðið varð hold, hann bjó með oss,? (Jóh 1.14) Um hátíðarnar verður fjölbreytt helgihald í Glerárkirkju alla. Komum og fögnum komu frelsarans! Hér má nálgast upplýsingar um helgihald hátíðanna...

Sunnudagurinn 20. desember

Helgihald fjórða sunnudaga í aðventu. Jólagleði sunnudagaskólans kl. 11. Eftir helgistund í kirkjunni verður jólaball í safnaðarheimilinu. Umsjón með stundinni hafa sr. Gunnlaugur Garðarsson og Svava Ósk Daníelsdóttir. Foreldrar og börn, ömmur og afar eru hjartanlega velkomin!

Jólasamvera eldri borgara

Fimmtudaginn n.k. kl. 15 verður jólasamvera eldri borgara í Glerárkirkju. Umsjón með samverunni hefur sr. Jón Ómar Gunnarsson. Snorri Guðvarðarson mun syngja með okkur jólalögin og Snjólaug Ósk Aðalsteinsdóttir les jólasögu.

Sunnudagurinn 13. desember

Helgihald í Glerárkirkju, þriðja sunnudag í aðventu. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar ásamt Anítu Jónsdóttur, meðhjálpara. Kór Glerákirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.