Námskeiði: Konur eru konum bestar

Námskeiðið: Konur eru konum bestar


Konur eru konum bestar verður 12. og 13. febrúar nk. í Glerárkirkju

Konur eru konum bestar er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur á öllum aldri. Markmiðið er að gefa konum vettvang til að kynnast sjálfum sér betur í góðu samfélagi við aðrar konur, deila reynslu sinni hver með annarri og benda á leiðir til uppbyggingar. Áhersla er lögð á virkni þátttakenda. Á námskeiðinu eru notaðar dæmisögur um konur í Nýja testamentinu sem varpa ljósi á daglegan veruleika kvenna. Leiðbeinandi er Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni.  Námskeiðið  er ókeypis.

Skráning er hjá Birnu Vilbergsdóttur birna@herinn.is og í síma 848 4247 seinasta lagi fimmtudaginn 11. febrúar.

Námskeiðið verður á þessum tíma:

Föstudagur kl. 17.00 ? 21. Matarhlé í 30 mín. Boðið upp á súpu og brauð.

Laugardagur kl.10-14. Matarhlé í 30 mín. Boðið upp á heita máltíð í hádeginu.