09.11.2015
Eydís Ösp Eyþórsdóttir, djáknakandídat, og Sindri Geir Óskarsson, guðfræðikandídat eru þessa dagana í starfsnámi við Glerárkirkju. Þau koma við í flestum liðum starfsins og kynnast störfum djákna og presta. Þau taka því þátt í helgihaldi, fermingarstörfum og æskulýðsstarfi kirkjunnar. Við óskum þeim blessunar og vonum að tíminn í Glerárkirkju verði þeim báðum lærdómsríkur.
05.11.2015
Fyrsta hjónakvöldið af fjórum í nóvember fór fram 4. nóvember og mættu 11 pör á hjónakvöldið. Þema kvöldsins var Að byggja traustan grunn, en hjónakvöldin byggja á námskeiðinu Hamingjuríkt líf, sem á rætur sínar að rekja til Englands. Á þessu fyrsta kvöldi var fjallað um hin ólíku stig hjónabandsins, helstu ástæður þess að hjónabönd bresta og hvernig er hægt að byggja traustan grunn undir hjónabandið. Hvert og eitt par vann tvö verkefni úr verkefnabók námskeiðins. Á næsta hjónakvöldi er þemað Listin að tjá sig....
04.11.2015
Dagana 2. og 3. nóvember gengu fermingarbörn frá Glerárkirkju í hús norðan Glerár og söfnuðu til stuðnings vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu. Áður en börnin gengu í hús fengu þau fræðslu um það hvernig vatnsþró, vatnstankur eða brunnur með hreinu vatni getur gjörbreytt lífi fólks til hins betra: Heilsufar batnar; stúlkur sem áður sóttu vatn um langan veg fá tíma til að sækja skóla; með áveitu verður til meiri og betra fæða og svo koll af kolli. Þeir sem ekki voru heima geta stutt við verkefnið með því að leggja inn á söfnunarreikning Hjálparstarfs kirkjunnar: 0334 - 26 - 56200, kt. 450670-0499.
02.11.2015
Hjónakvöldin eru jákvætt námskeið fyrir pör sem vilja vinna að sambandinu og gera gott samband enn þá betra. Hjónakvöldin eru ætluð öllum, bæði þeim sem vilja styrkja góða sambúð sem hinum er ratað hafa í erfiðleika. Fólk á öllum aldri hefur sótt þessi námskeið, allt frá ungum pörum á leið í hjónaband sem hjónum er hafa verið gift í fjölmörg ár.
30.10.2015
Dagana 2. og 3. nóvember taka fermingarbörn í Glerárkirkju þátt í landssöfnum Hjálparstarfs kirkjunnar. Þá ganga fermingarbörn í sókninni í hús og safna fjármunum í innsiglaða bauka merkta Hjálparstarfi kirkjunnar frá kl. 17-20. Fermingarbörnunum hefur verið mjög vel tekið undanfarin ár.
28.10.2015
Næstkomandi miðvikudag 28. október kl. 20-22 verða þeir sr. Oddur Bjarni Þorkelsson og sr. Hannes Örn Blandon með erindi á fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju um Leiklistina og trúarlegar glímur ? Leikhúsið í kirkjunni.
21.10.2015
Næsta fræðslukvöld miðvikudaginn 21. október mun Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), prófessor við Listaháskóla Íslands fjalla um Birting trúar og hins guðlega í myndlist. Dagskráin hefst kl. 20 með erindi hans þar sem fjalla verður um samband trúar og listar frá örófi til dagsins í dag. Settar verðar fram spurningar um framsetningu guðdómsins í myndlist ? allt frá helgileikjum til kirkjubygginga. Eftir erindið verða almennar umræður.
14.10.2015
Margrét Bóasdóttir verkefnastjóri kirkjutónlistar mun með dyggri aðstoð kirkjukóra á Akureyri og nágrenni kynna nýja sálma og kirkjusöng. Dagskráin verðu í kirkjunni og hluti af fræðslukvöldunum um trú og list. Kvöldið byrjar kl. 20 inn í kirkju að þessu sinni og verður lögð áhersla á að upplifa sönglistina og taka þátt. Allir eru hjartanlega velkomnir að koma til að syngja og hlusta eftir því sem hverjum finnst.
09.10.2015
Leikritið ?Upp, upp mín sál? verður sýnt í Glerárkirkju, mánudaginn, 12. október kl 17:00. Fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra er sérstaklega boðið á þetta leikrit, en sýningin er öllum opin. Leikritið tekur 45 mínútur í flutningi. Leikarar eru þrír: Eggert Kaaber, Katrín Þorkelsdóttir og Valgeir Skagfjörð sem er jafnframt leikstjóri.
09.10.2015
Á miðvikudagskvöldum í nóvember verður hjónanámskeiðið, hamingjuríkt hjónaband, í Glerárkirkju. Námskeiðið hefur farið sigurför um heiminn og hentar öllum hjónum hvort sem að þau hafi verið gift í 1 ár eða 61 ár.