Kyrrðarbænin á fræðslu- og umræðukvöldi 17. og 24. febrúar

Næstu tvö fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju munu snúast um kyrrðarbænina. Sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur, mun kenna iðkun á kyrrðarbæninni 17. og 24. febrúar kl. 20-22. Það verður samfella þessi tvö kvöld svo heppilegast er að sækja bæði kvöldin. Laugardaginn 27. febrúar verður svo kyrrðardagur í bæ í Glerárkirkju kl 10-17. Það þarf að skrá sig á hann hjá gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is eða í síma 897 3302 og kostar 2.000 kr. fyrir mat í hádeginu og kaffi.

Kyrrðarbænin