Á fræðslukvöldum í mars verður fjallað um stöðu trúmála á Íslandi í dag. Það verða tvö erindi 2. og 9. mars. Fyrirlesarar eru dr. Gunnar J. Gunnarsson sem hefur rannsakað trúarlíf meðal unglinga á Íslandi en auk þess mun hann fjalla um skoðanakannanir sem gerðar hafa verið um trúarlíf. Þá mun sr. Þórhallur Heimisson fjalla um samræður milli trúarbragða. Hann hefur verið með ágætlega sótt námskeið um trúarbrögðin og gefið út bókina Hin mörgu andlit trúarbragðanna 2005. Fræðslu- og umræðukvöldin eru á miðvikudögum kl. 20-22. Hefjast með erindi, þá er gert kaffihlé áður en umræður um efni kvöldsins hefjast.