26.07.2015
Dagana 12. og 26. júlí voru fluttar útvarpsguðsþjónustur á RÚV í úmsjá Glerárkirkju. Guðsþjónusturnar voru hljóðritaðar í Akureyrarkirkju í júní. Kór Glerárkirkju söng við guðsþjónusturnar undir stjórn Valmars Väljaots, organista. Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, og sr. Jón Ómar Gunnarsson, prestur við Glerárkirkju, þjónuðu ásamt Anítu Jónsdóttur og Hermanni R. Jónssyni meðhjálpurum.
Hægt er að hlusta á guðsþjónusturnar á vef RÚV.
07.07.2015
Sunnudaginn 26. júlí n.k. verður útvarpað messu á Ríkisútvarpinu kl. 11 í umsjón Glerárkirkju. Messan var hljóðrituð í Akureyrarkirkju í júníbyrjun. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots, Aníta Jónsdóttir les ritningarlestra og aðstoðar við útdeilingu og sr. Jón Ómar Gunnarsson, prestur við Glerárkikju þjónar fyrir altari.
07.07.2015
Sunnudaginn 12. júlí n.k. verður útvarpsguðsþjónustan á Ríkisútvarpinu kl. 11 í umsjón Glerárkirkju. Guðsþjónustan var hljóðrituð í Akureyrarkirkju í júníbyrjun. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots, Aníta Jónsdóttir og Hermann R. Jónsson lesa ritningarlestra og sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur þjónar fyrir altari.
01.07.2015
Messa í Lögmannshlið kl. 20.00. Prestur Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Helgistund, fyrirbænir og sakramenti. Organisti: Valmar Väljaots. Allir velkomnir.
25.06.2015
Messa kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Allir velkomnir.
18.06.2015
Sunnudaginn 21. júní verður gönguguðsþjónusta í Glerárkirkju kl. 20. Gengið verður um hverfið og staldrað við á nokkrum stöðum í hverfinu.
08.06.2015
Sunnudaginn 14. júní verður messa kl. 20. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar ásamt Anítu Jónsdóttur, meðhjálpara. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots. Frá og með 14. júní verða sunnudagsmessur í Glerárkirkju kl. 20 í staðin fyrir kl. 11. Að jafnaði verður helgihald alla sunnudaga í sumar.
05.06.2015
Sunnudaginn 7. júní kl. 11 verður sjómannadagsmesa í Glerárkirkju. Víðir Benediktsson, skipstjóri á Húna II, les ritningarlestra og Ríkharður Ólafsson og Ída Hlín Steinþórsdóttir, sjómannsbörn, bera blómakrans til minningar um týnda og drukknaða sjómenn að messu lokinni. Blómakransinn er gefinn af Sjómannafélagi Eyjafjarðar.
28.05.2015
Miðvikudaginn 26. maí buðu prestar Glerárkirkju upp á stutta kynningarfundi vegna fermingarstarfs kirkjunnar 2015-2016. Á fundunum kynntu prestarnir fyrirkomulag fermingarstarfsins í Glerárkirkju næsta vetur. Kynningarfundir verða aftur í ágúst/september. Fermingarfræðslan hefst á sólarhrings fermingarferðalagi á Hólavatn 18. - 22. ágúst. Frekari upplýsingar um fermingastarfið og fermingarferðalög eru á vef kirkjunnar. Skráning í fermingarfræðslu er hafin og fer fram hér á vefnum.
31.05.2015
Sunnudaginn 31. maí verður messa í Lögmannshlíðarkirkju kl. 14. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots.