Fréttir

Trúin og listin á fræðslu- og umræðukvöldum í október

Í október verður TRÚIN OG LISTIN viðfangsefni fræðslu- og umræðukvöldanna í Glerárkirkju. Að vanda verða flutt vönduð erindi með dæmum úr bókmenntum, tónlist, myndlist og leiklist. Fyrirlesararnir búa yfir mikill þekkingu og reynslu á sínu sviði. Markmið kvöldanna er að skapa umræðu um tengsl trúar og listar og hvernig listin auðgar kirkju og samfélag. Dr. Gunnar Kristjánsson hefur á starfsævi sinni fengist við bókmenntir og listir í sínu fræðastarfi. Hann verður með inngangserindi og leiðir umræður 7. október kl. 20-22 sem hann nefnir: Skáldin og trúin ? Hvernig birtist trúararfleifð þjóðarinnar í verkum nútímaskálda.

Helgihald sunnudaginn 4. október

Sunnudaginn 4. október verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson og Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni, þjóna ásamt sunnudagaskólaleiðtogum. Barna - og æskulýðskórinn syngur undir stjórn Margrétar Árnadóttur. Í kvöldmessunni kl. 20 þjónar sr. Jón Ómar Gunnarsson ásamt Anítu Jónsdóttur, meðhjálpara. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

Kyrrðardagur á Möðruvöllum í Hörgárdal 3. október.

Laugardaginn 3. október verður kyrrðardagur á Möðruvöllum í Hörgárdal. Þar hafa verið haldnir kyrrðardagar á hverju misseri og aðstæður til kyrrðar, íhugunar og hvíldar mjög gjóðar. Umsjón hafa sr. Guðmundur, sr. Guðrún og sr. Oddur Bjarni.

Sunnudagaskóli og messa 27. september n.k.

Sunnudaginn 27. september verður sunnudagaskóli og messa í Glerárkirkju. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Sunnudagaskólinn verður í umsjá Sunnu Kristrúnar, djákna.

Sunnudagurinn 13. september: Messa og sunnudagaskóli

Sunnudaginn 13. september verður messa og sunnudagaskóli í Glerárkirkju. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar fyrir altari og predikar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots, organista kirkjunnar. Sunna Kristrún, djákni, leiðir sunnudagaskólann ásamt leiðtogum.

Skráning í fermingarfræðslu og kynningarfundir

Fermingarundirbúningurinn í Glerárkirkju er nú framundan og hefst hann á kynningarfundum 8., 9., og 10. september n.k. fundirnir verða klukkan 16 í Glerárkirkju. Fyrir fundina er mikilvægt að búið sé að skrá fermingarbörnin í fræðslu og velja fræðslutíma, en hægt er að ganga frá því hér á vefnum.

Sunnudaginn 6. september

Kvöldmessa í Glerárkirkju kl. 20. Sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

Sunnudagurinn 30. ágúst

Gönguguðsþjónusta kl. 20:00 Gengið frá Glerárkirkju um hverfið, lestrar og bænir á völdum stöðum. Umsjón sr. Jón Ómar Gunnarsson. Allir velkomnir.

Sunnudagur 16. ágúst. Messa í Glerárkirkju kl. 20.00

Messa í Glerarkirkju sunnudaginn 16. ágúst kl. 20.00 Prestur sr. Jón Ómar Gunnarsson. Organisti Valmar Väljaots. Kór Glerárkirkju leiðir söng. Allir velkomnir.

Fermingar - og æskulýðsferð á Hólavatn

Vikuna 16. - 22. ágúst býður Glerárkirkja ungmennum fæddum 2002 í fermingar - og æskulýðsferð á Hólavatn í Eyjafirði. Þar reka KFUM og KFUK sumarbúðir og höfum við fengið staðinn lánaðan fyrir ferðina og mun starfsfólk KFUM og KFUK aðstoða okkur. Fermingarferðin er upphafspunktur fermingarfræðslunnar og kynning á æskulýðsstafi Glerárkirkju og KFUM og KFUK. Þó ferðin sé hluti af fermingarfræðslunni er öllum úr árganginum hjartanlega velkomið að koma með óháð því hvort þau séu að hugsa um að fermast eða ekki.