Fréttir

Fermingarmessa laugardaginn 14. maí

Laugardaginn 14. maí n.k. verður fermingarmessa kl. 13:30 í Glerárkirkju, fermd verða 13 ungmenni. Sr. Gunnlaugur og sr. Jón Ómar þjóna ásamt meðhjálpurum. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots, tónlistarsnillings.

Uppstigningardagur - Dagur eldri borgara

Uppstigningardagur er dagur eldri borgara í Þjóðkirkjunni og af því tilefni verður messa í Glerárkirkju fimmtudaginn 5. maí kl. 14. Sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar, Karlakór Akureyrar - Geysir leiðir almennan söng. Eftir messu býður söfnuðurinn til messukaffis. Allir velkomnir.

Messa og aðalsafnaðarfundur 8. maí.

Sunnudaginn 8. maí verður messa kl. 11. Eftir messu verður aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar í messunni, kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

Aðalsafnaðarfundur sunnudaginn 8. maí

Aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar verður haldinn sunnudaginn 8. maí næstkomandi að lokinni messu. Messan hefst kl. 11:00. Á aðalsafnaðarfundi er gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári og reikningar afgreiddir. Allir eru velkomnir á aðalsafnaðarfund.

Vorhátíð sunnudaginn 1. maí

orhátíð barnastarfs Glerárkirkju verður haldin sunnudaginn 1. maí næstkomandi og hefst hún með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00 þar sem Barna - og Æskulýðskór Glerárkirkju koma fram ásamt Barnakór Langholtskirkju. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Eydís Ösp Eyþórsdóttir, æskulýðsfulltrúi, þjóna við athöfnina.

Sunnudagurinn 24. apríl

Helgihald í Glerárkirkju verður sem hér segir. Messa kl. 11, sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Kvöldguðsþjónusta með Krossbandinu kl. 20, sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar.

Helgihald helgarinnar

Um helgina mun helgihaldið einkennast af fermingum og verða tvær fermingarmessur og sunnudagaskóli.

Helgihald helgarinnar

Um helgina mun helgihaldið einkennast af fermingum og verða 3 fermingarmessur og sunnudagaskóli.

Erindi um kristilega núvitund/árverkni

Fræðslukvöld í Glerárkirkju um kristilega núvitund/árverkni á vegum Eyjafjarðar - og Þingeyjarprófastsdæmi og Glerárkirkja. Þriðjudaginn 5. apríl kl. 20. Laura Scheving Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu kynnir og gefur innsýn í efnið. Umræður og kaffiveitingar að kynningu lokinni.

Fermingarmessur

Næstu þrjár helgar verða fermingar í kirkjunni okkar. Þá munu samtals um 90 ungmenni fermast. Sunnudagaskólinn verður þó á sínum stað kl. 11 og hvetjum við foreldra og börn til að mæta. Fermingarmessur helgarinnar verða sem hér segir: laugardaginn 2. apríl kl. 13:30 og sunnudaginn 3. apríl kl. 13:30.