07.05.2015
Sunnudaginn 10. maí verður messa kl. 11. Eftir messu verður aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðar-sóknar. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar í messunni, kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
02.05.2015
Sunnudaginn 3. maí predikar biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, við kvöldmessu í Glerárkirkju kl. 20:30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson þjóna við messuna ásamt Sunnu Kristrúnu Gunnlaugsdóttur, djákna, Að messu lokinni verður veglegt messukaffi í boði safnaðarins. Allir velkomnir.
30.04.2015
Helgihaldi helgarinnar verður með öðrum hætti en venjulega, kl. 11 verður fjölsyklduguðsþjónusta og vorhátíð kirkjunnar í kjölfarið. Við fáum góða gesti á vorhátíðina Guðmund töframann og trúðana Viktor og Dóra. Um kvöldið kl. 20:30 verður kvöldmessa með biskupi Íslands sem mun vísitera Glerárprestakall dagana 3. - 5. maí.
29.04.2015
Dagana 30. apríl - 1. maí næstkomandi verður vorferð UD Glerá, æskulýðsfélags kirkjunnar og KFUM og KFUK. Farið verður í sumarbúðir KFUM og KFUK á Hólavatni. Boðið verður upp á spennandi og skemmtilega dagskrá undir stjórn leiðtoganna Jóhanns, Sunna, Jóns Ómars og Lárusar.
26.04.2015
Það hefur mikið verið um að vera í Glerárkirkju undanfarnar vikur. Við hófum aprílmánuð með fjölbreyttu helgihaldi um bænadagana og páskana og þá mættu fjölmargir til kirkjunnar sinnar. Undanfarnar þrjár helgar hafa 79 ungmenni verið fermd í kirkjunni og biðjum við þeim Guðs blessunar, en í ár fermast 100 fermingarbörn í Glerárkirkju.
24.04.2015
Það ríkti mikil gleði í Glerárkirkju á sumardaginum fyrsta þegar fjölmenni kom til kirkju. Þó sumarið hafi ekki sýnt sínar bestu hliðar þá létu félagar úr Skátafélaginu Klakki það ekki á sig fá og gengu fylktu liði frá Giljaskóla til Glerárkirkju. Í kirkjunni voru orgelið og flygillinn sett til hliðar og gítarar og fiðla tekin fram, en hæfileikafólk úr skátafélaginu söng og spilaði í guðsþjónustunni. Margrét Pála Ólafsdóttir, fyrrum skáti, flutti kraftmikla hugvekju...
22.04.2015
Um helgina fermast 29 börn í tveimur fermingarmessum laugardaginn 25. apríl og sunnudaginn 26. apríl kl. 13:30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson þjóna ásamt meðhjálpurum. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
21.04.2015
Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl verður skátaguðsþjónusta í Glerárkirkju kl. 11:00. Skátar úr Skátafélaginu Klakkur leiða almennan söng. Prestur verður sr. Jón Ómar Gunnarsson. Margrét Pála Ólafsdóttir, fyrrum skáti á Akureyri, flytur hugleiðingu. Skrúðgangan fer frá Giljaskóla kl. 10:30.
18.04.2015
Það er áfram hátíð í kirkjunni þinni! Næstu helgi verða tvær fermingarmessur í Glerárkirkju laugardaginn 18. apríl og sunnudaginn 19. apríl kl. 13.30. Á laugardaginn verða 10 ungmenni fermd og á sunnudaginn verða 11 ungmenni fermd. Prestar kirkjunnar, sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson, þjóna fyrir altari og kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Sunnudagaskólinn verður kl. 11 í kirkjunni og leiðir Sunna Kristrún, djákni, samveruna ásamt leiðtogum.
14.04.2015
Æfingar vegna ferminga 18. og 19. apríl verða föstudaginn 17. apríl. Þau sem fermast 18. apríl mæta þá á fermingaræfingu kl. 15 og þau sem fermast þann 19. apríl mæta kl. 16:30. Það er mikilvægt að allir mæti og taki þátt í æfingunni. Athugið að á æfingunni á að greiða 1.200 kr. í fermingarkirtlagjald, sem rennur til Kvennfélagsins og valfrjálst 1.800 kr. gjald vegna ljósmyndara sem tekur myndir í athöfninni.