Uppstigningardagur - Dagur eldri borgara

Uppstigningardagur er dagur eldri borgara í Þjóðkirkjunni og af því tilefni verður messa í Glerárkirkju fimmtudaginn 14. maí kl. 14. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Karlakór Akureyrar - Geysir leiðir almennan söng og Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, flytur hugleiðingu. Eftir messu býður söfnuðurinn til messukaffis. Allir velkomnir.