Hvítasunnudagur: Hátíðarmessa kl. 14

Hátíðarmessa á hvítasunnudegi kl. 14. Sungnir verða hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og predikar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur. Allir velkomnir.