Kynningarfundir vegna ferminga 2016

Miðvikudaginn 27. maí verða kynningarfundir í Glerárkirkju vegna ferminga 2016 (ungmenni fædd 2002). Fundirnir verða sem hér segir: Glerárskóli kl. 16:30, Giljaskóli kl. 17:30 og Síðuskóli kl. 18:30. Á kynningarfundum verður stutt spjall um ferminguna og farið yfir nokkur praktísk atriði. Upplýsingar um fermingarstarf Glerárkirkju eru hér á vefnum.

http://www.glerarkirkja.is/is/fraedsla/fermingar-2015