Söngskemmtun í Glerárkirkju

Föstudaginn 15. maí n.k. kl. 20 standa félagar úr Kór Glerárkirkju og Akureyrarkirkju ásamt sænska kórnum Pangea frá Falun fyrir söngskemmtun í Glerárkirkju. Á efnisskránni eru m.a. þjóðlög frá ýmsum löndum. Aðgangur er ókeypis, en tekið verður á móti frjálsum framlögum til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar til kaupa á ómtæki. Allir velkomnir.