04.12.2011
Í kvöld, sunnudagskvöldið 4. desember er aðventukvöld í Glerárkirkju kl. 20:00 í umsjón sr. Gunnlaugs
Garðarsonar. Að vanda verður fjölbreyttur söngur, en allir þrír kórar Glerárkirkju koma fram ásamt stjórnendum sínum, þeim
Valmari Väljaots, Hjördísi Evu Ólafsdóttur og Marinu Ósk Þórólfsdóttur. Ljósaathöfn fermingarbarna verður á
sínum stað, fólk hvatt til að fjölmenna og taka virkan þátt, sérstaklega þegar Heims um ból er sungið í lok stundarinnar.
Hugvekju kvöldsins flytur Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni.
02.12.2011
Af óviðráðanlegum ástæðum fellur gistinótt æskulýðsfélagsins sem vera átti á Illugastöðum frá
laugardeginum 3. desember fram á sunnudaginn 4. desember niður. En félagsfundur verður á sunnudeginum kl. 16:16. Nánari upplýsingar gefur Pétur
Björgvin, 864 8451.
01.12.2011
Upplýsingar um dagskrá í Glerárkirkju á aðventu, um jól og áramót má
fá með því að smella á viðkomandi dag í dagatalinu hér til vinstri.
02.12.2011
"Ekki líta undan" Hádegisstund í safnaðarheimili Glerárkirkju með Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur og Sigrúnu Sigurðardóttur,
hjúkrunarfræðingi.
FÖSTUDAGINN 2. DESEMBER KL. 12:00 - 13:30.
Fundarstjóri Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni
Sr. Hildur Eir Bolladóttir flytur hugvekju
Þórhildur Örvarsdóttir flytur nokkur lög
Samlokur og kaffi
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Dagskrá átaksins í heild sinni má nálgast sem pdf-skjal á vef
Mannréttindaskrifstofu Íslands.
30.11.2011
Mér er það heiður að tilheyra þjóðkirkjunni. Ég elska og dái það fólk sem þar starfar, ýmist í launuðu
eða ólaunuðu starfi. Það eru forréttindi að fá að finna hvernig hjarta þessa hóps slær fyrir náungann. Einmitt þess
vegna ber ég sjö óskir í brjósti. Óskir um þroskamerki.
Lesa pistil Péturs Björgvins á trú.is.
28.11.2011
Velkomin í bókakaffi í Glerárkirkju með höfundi, miðvikudagskvöldið 30. nóvember kl. 20:00.
Þar mun höfundur bókarinnar, Óskar Guðmundsson, ræða efni bókarinnar.
Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.
27.11.2011
Börnum úr öðrum til sjöunda bekk grunnskóla er boðið að taka þátt í leikhópi sem æfir fyrir helgileik sem fluttur
verður á öðrum jóladegi í fjölskylduguðsþjónustu kl. 13:00. Til umsjónar með hópnum höfum við í
Glerárkirkju fengið þær Grétu Kristínu Ómarsdóttur og Rósu Ingibjörgu Tómasdóttur til liðs við okkur.
25.11.2011
Friðarloginn frá Betlehem logar á aðventunni í Glerárkirkju. Landsgildi St. Georgsgildanna á Íslandi og Bandalag
íslenskra skáta hafa unnið saman að verkefninu Friðarloginn undanfarin ár. Það sem gerir Friðarlogann sérstakan er
sú staðreynd að hann hefur logað óslitið frá því hann var tendraður í fæðingarkirkju Krists í
Betlehem. Öllum er velkomið að koma við í Glerárkirkju og fá "afleggjara" af loganum.
25.11.2011
Á aðventu 2011 er jólakortasýning í anddyri Glerárkirkju. Þar eru til sýnis kort úr tveimur einkasöfnum, annars vegar úr safni
Gerðar Pálsdóttur, húsmæðrakennara, sem í dag er búsett á Hrafnagili og hins vegar úr safni Björns Guðmundssonar (1919-2011).
Einnig hafa verið sett upp nokkur veggspjöld með fróðleiksmolum um sögu jólakorta og póstsendinga.